Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
91
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
12. ágúst fóxu þúfutittlingarnir að hópa sig, og fór þeim
að fækka úr því, og voru farnir 27. september.
13. ágúst sá -ég, að ég álít sama kjóann, sem ég hefi séð hér
í tvö undanfarin sumur. Hann er einkennilega flekkóttur, og
auðþekktur frá öðrum kjóum sömu tegundar.
23. ágúst sá ég síðast óðinshana.
26. ágúst sá ég eina tildru. Þær sá ég ekki oftar það ár.
2. septemb.er sá ég ein stoi'mmáfahjón, með nýfleyga unga,
hér á leirunum. Foreldrarnir kölluðu sífellt á ungana, og var
mjög annt um þá, og gerðu sig líklega til þess að verja þá, ef á
þá hefði verið ráðizt.
5. sept. sá ég síðast sandlóur.
7. sept. sá ég tvo skúma í máfahóp hér á leirunum.
10. sept. fóru síðustu maríuerlurnar, og þá hurfu skógar-
þrestir.
11. sept. fóru lóuþrælar.
13. sept. fór auðnutittlingunum að fjölga.
20. sept. hurfu síðustu spóarnir.
23. sept. álít ég að helsingjar hafi farið.
24. sept. sá ég síðast steindepil og stelka.
28. sept. sáust síðast gráendur.
3. okt. komu fyrstu snjótittlingarnir hér niður á láglendið.
5. okt. fóru síðustu hrossagaukarnir.
10. okt. fóru sendlingar að koma hér í fjörurnar, og voru
um 20. okt. orðnir eins margir og mér finnst þeir vera venjulega
hér á vetrum.
13. okt. sáust síðast gæsir.
15. okt. fóru síðustu lóurnar.
1937.
I haust og það sem af er vetri, hefir alltaf verið dálítill
strjálingur af auðnutittlingum. En um miðjan janúar fjölgaði
þeim mikið, og nú sjást þeir daglega í stórhópum. Á sama tíma
hefir einnig verið hér mjög mikið af hettumáfum, stundum jafn-
v,el meira en af svartbak. Einnig er hér töluvert af stormmáf-
um, bæði ungfugli og fullorðnum. Það, sem af er vetrar, hefir
borið langmest á litla-hvítmáf.
20. jan. sá ég fjóra gráþresti í Gróðrarstöðinni, síðan bætt-
ist einn og einn við, þar til 2. febrúar, að þeir voru orðnir þrett-
án. 4. febr. fjölgaði þeim upp í 40—50 og 5. febr. voru þeir