Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 20
96 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lllllllllllf llllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ungar. Virðast tegundirnar því hafa einangrazt meðan jökull huldi láglendin, er á milli lágu. Af slíkum tegundum má nefna fíflateg- undir nokkrar, sem eru einlendar í háfjöllum Skandinavíu, en eiga enga náfrændur nær en í Alpafjöllum. Líkt er því háttað með augnfróartegund eina, Euphrasia salisburgensis. Hún vex um Mið-Evrópu og allt norður á Gotland við Svíþjóðarströnd. Tegund, sem henni er náskyld, vex aftur uppi í Dofrafjöllum, og einnig á einangruðu svæði lengst norður í Noregi. Þetta stendur vel heima við það, sem fyrr er sagt um einlendinga. Þá eru eigi ómerkari þær tegundir, sem virðast hafa greinzt frá náskyldum frændum sínum á meginlandi Evrópu við einangrun snemma á kvartærtíma, og breiðzt út ekki einungis um Skandinavíu, held- ur einnig til Bretlandseyja, íslands og Grænlands. Af þeim má nefna sem dæmi skeggsandann (Arenaria norvegica). Hann vex nú í Skandinavíu, Skotlandi, Hjaltlandi og íslandi, en hvergi ann- arsstaðar. Og vafalítið er talið, að hann hafi lifað af síðustu ís- öldina í Skandinavíu. Tegund náskyld skeggsanda vex í Evrópu, og er líklegt að hann hafi greinzt frá henni þegar fyrir jökultím- ann. Líkt er og háttað útbreiðslu lotsveifgrassins (Poa flexuosa), sem síðar mun nánar minnst á. Önnur tegund náskyld skeggsanda, A. pseudofrigida, vex aftur á norðanverðu Austur-Grænlandi, Svalbarða, Finnmörk, Kolaskaga, Novaja Semlja og Wajgatsch. Má telja sennilegt, að þar sé um að ræða leifar af samhangandi útbreiðslu, sem slitnað hefir sundur af ísaldarjöklinum, en teg- undin haldist við á íslausum svæðum. 2. mynd. Útgreiðsla skeggsandans (Arenaria norvegia) og A. pseudo- frigida. (Eftir Nordhagen). Af einlendum tegundum og afbrigðum, er skapazt hafa innan Skandinavíu á hinum íslausu „eyjum“ þar, er melasólin einna merkust. Norski grasafræðingurinn Rolf Nordhagen prófessor

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.