Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 22
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiMimiiitm iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii iii iii iii iiiiii iui iii iii iii iii ii iii iiiiiii iii in 111111111:1111 iiM 111111 imiiuiuint ir nokkru síðan í tímaritinu „Naturen", en báðir þessir vísinda- menn hafa mjög fengizt við rannsókn þessa efnis. En nú kemur spurningin: Er nokkuð hægt að segja um Island og íslenzkan gróður í þessu sambandi? Vil eg nú leitast við að benda á það með nokkrum orðum. Því miður er rannsókn á útbreiðslu tegunda og afbrigða enn svo skammt komið hér á landi, að erfitt er að draga nokkrar álykt- anir út frá því einu saman. En ef vér athugum ýmsar þær teg- undir, sem bezt leiðarmerki hafa reynzt í rannsókn þeirri, hverj- ar jurtir hafi lifað af jökultímann á Norðurlöndum, þá rekum vér oss á, að þeirra á meðal eru nokkrar íslenzkar tegundir, og skal nú þeirra getið nánar. Af þeim íslenzkum plöntum, sem tal- ið er víst að lifað hafi af jökultímann í Skandinavíu, hafa þegar verið nefndar þrjár, skeggsandi, lotsveifgras og melasól. Af þeim er skeggsandinn algengur um land allt, melasólin vex víða um land, en þó munu vera svæði í fjalllendum hér, þar sem hana vant- ar með öllu. Mér er t. d. ekki kunnugt um nokkurn fundarstað hennar frá Bárðardal og austur til öræfanna við Víðidal í Lóni. Á Vestfjörðum er hún algeng og svo er einnig víða um vestan- vert Norðurland. Þessi útbreiðsla gæti ef til vill gefið tilefni til umhugsunar. Þá er lotsveifgrasið. Það er, eftir því sem menn bezt vita, sjaldgæf planta hér á landi. Nýlega hefir það verið sannað af Dr. Nannfelt í Uppsölum, að lotsveifgras það, er vex í Skandinavíu, Skotlandi og íslandi, sé sérstök tegund, sem kallast Poa flexuosa. Hyggur hann, að hún hafi greinzt frá aðaltegund- inni, Poa laxa, á jökultímanum eða ef til vill fyrr. Líkt er því tal- ið háttað með maríuvöttinn, sem hvergi finnst nema á Færeyjum og austanverðu íslandi. Enn má nefna bergsteinbrjótinn. Hann finnst á tveimur stöðum í Noregi, annar fundarstaðurinn er norð- arlega í landi, og er þar um að ræða sérstakt afbrigði tegundar- innar. Hinn fundarstaðurinn er sunnar, og líkist plantan þar hinni evrópisku tegund. Bergsteinbrjótur er sjaldgæfur hér á landi, en ekki hefir verið rarinsakað, hvort hann kunni að líkjast hér hinu norður-norska afbrigði eða evrópisku tegundinni. Hér hefir verið bent á nokkrar tegundir íslenzkra plantna, sem eftir útbreiðslu þeirra er talið líklegt, að hafi lifað af að minnsta kosti hina síðustu ísöld í Skandinavíu. Það virðist því ekki fjarri sanni að geta þess til, að þær kunni einnig að hafa lifað af ísöld- ina hér á landi. En til þess að geta sagt slíkt með nokkurri vissu, þarf að verða hægt að sýna fram á, að hér hafi þá verið íslaus

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.