Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 103
oiiimiiimiiiiimiiiiimmmiiimmmiiiiimimiimiiiimiiiiimiimiimiiiimiiiiimiiimiiimiiiiiiimmmiimimiiiiuiimiiiiiiii
Yzta-Kletti?). [Eðlilegt, þær eru nær eingöngu á ferðum að
næturlagi. M. £?.]
33) Skógarþrö*sturinn hefir líklegast komið hér í byrj-
un vetrar og hefir verið hér fram um miðjan marzmánuð,
síðar sáust þeir ekki. Stór hópur þrasta kom hér í austan-
rigningu þann 12. apríl og voru hér um nóttina (farfuglar).
34) Skarfar koma hér í byrjun vetrar og eru hér fram í jan-
úar—febrúar.
35) Smyrill. Hann var hér í allan vetur, þó bar einna mest
á honum meðan spörfuglarnir voru hér (janúar—febrúar).
36) Skúmur sást fyrst innan um hafnarmáfana þann 25. apríl
og núna þessa dagana eru nokkrir þeirra hér.
37) Snjótittlingar voru hér í stórhópum frá því í nóvem-
ber og fram í febrúar. Núna hefi eg aðeins séð 2—3 af þeim.
38) Snæugla sást hér í fyrra og mér hefir verið sagt nokkur-
um sinnum áður.
39) Skrofur eru hér á sumrum. Stór hópur af þeim sást hér
á ytri höfninni núna í síðari hluta apríl.
40) S p ó i. Heyrði fyrst til spóa þann 12. maí, að kvöldi, í þoku.
Þeir hafa líklega flogið á ljósin í bænum.
41) Steindepill. Sáþá fyrst þann 6. maí.
42) Stelkur. Tveir hafa að líkindum haft hér vetrardvöl. Sá
þá 25. marz. Hópar af stelkum komu hingað þann 4. apríl.
43) Svartþrestir hafa verið hér við hús í allan vetur. Sá
síðasti sást undir svo kallaðri Löngu þann 25. apríl.
44) Teistur. I allan vetur.
45) Tildrur voru allan veturinn með sendlingunum, og engu
færri en þeir. Ilurfu með farfuglunum úr fjörunni þ. 4. apríl.
46) Tjaldur. Þrír munu hafa haft hér vetursetu. Stór hópur
(líklega yfir 100) sást þann 12. apríl.
47) Þúfutittlingur. Sá þann fyrsta þann 25. apríl, en aðal-
lega munu þeir hafa komið hingað dagana 27.—28. apríl.
48) Æðarfuglinn er hér allan veturinn.
Vestmannaeyjum, þ. 16. maí 1937.
M. B.