Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 30
106 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
III llll IIIIIIIIIII lllllllllllll IIIII llllllllllllllllllllllllIII11111111111111111llllIIllllIIIIIIllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllIIIIIIIIIIIIIIIllll||llin||iiiiii
Indíum.
Indíum er málmur, sem á sér stutta en merkilega sögu aS baki.
Árið 1863 var Þjóðverjinn F. Reish að rannsaka málmsteina, og
fann þá þetta frumefni, sem ekki var þekkt áður. Marga mánuði
var hann og aðstoðarmenn hans að einangra málminn, og fengu
þeir að lokum ósköp litla ögn af honum hreinum. Árið 1867 gat
hann sýnt tvö sýnishorn, hvort á stærð við lítinn blýant, í franska
vísindafélaginu. Það hafði reynzt svo erfitt að vinna sýnishorn-
in, — og málmurinn var talinn svo sjaldgæfur, — að verðmæti
þeirra var áætlað á 190 þús. kr., eða ca. 3000 kr. grammið. Leit
því ekki út fyrir, að mikið gagn yrði að málminum, þar sem hann
var svo dýr og erfitt var að fá nægilega stóra skammta til þess
að gera tilraunir með á rannsóknastofunum. Smátt og smátt féll
hann þó í verði, og 1924 var hann kominn alla leið niður í ca. 55
lcr. grammið, aðeins 10 sinnum dýrari en gull! Svo sjaldgæfur
var þó málmurinn, að það reyndist amerískum prófessor ókleift
að fá aðeins 10 grömm, til þess að gera tilraunir með, hann fékk
aðeins eitt, frá Þýzkalandi, og fyrir 55 kr.! En 10 árum seinna
stóð þessi sami maður með 71/% lcg. af indíum á milli handanna,
svo vel var nú farið að ganga að finna og vinna málminn. Árið
1864 hefði þetta magn kostað 20 milljónir króna, árið 1924 um
i/2 milljón, en 1934 kostaði það aðeins rösk 30,000 krónur. Á
þremur aldarfjórðungum hafði indíum lækkað um 99,83% í verði.
Var það nú orðið um 600 sinnum ódýrara en fyrir 70 árum, og
var ekki lengur ófinnandi og ókaupandi, heldur verkefni vísinda-
legra tilrauna víða um heim.
Nú er fyrir dyrum að framleiða indíum í stórum stíl, en til
hvers er nú hægt að nota þennan málm, sem er linari en blý, létt-
ari en zink, hvítari en silfur og jafn „sjálfstæður" og gull gegn
áhrifum loftsins? Indíum er hægt að nota til margra hluta, ekki
sízt vegna þess að það bráðnar við tiltölulega lágan hita (155 °
C), og sé það blandað öðrum málmum getur bræðsluhitastigið
komist alla leið niður í 48 0 C. Með slíka málmblöndu er mjög
handhægt að starfa, þegar ræða er um lóðun o. s. frv. Ennfremur
eru málmblöndur með indíum í mjög mikils virði í skrautgripi
o. þ. h. vegna þess, hve vel þær standast áhrif loftsins. Margar
tilraunir hafa þegar verið gerðar með að hagnýta indíum og indí-