Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 34
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiimiiiimmmmmmiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiimmiiiiiiiiiiiiiimmimmmimimmmiiimiiiiiiiiim
ar jafnaSarlega margar ritgerðir á ári um rannsóknir sínar, sem
eru harla fjölþættar og um margvísleg efni. Hér er ritgerS um
stærSfræSi, af flóknasta tæi. Einnig næsta ritgerS greinanna:
2. Þorkell Þorkelsson: On operational Calculus, fjallar einnig’
um hærri stærSfræSileg viSfangsefni. Enn á höfundurinn þriSju
ritgerSina í greinum þessum:
3. Þorlcell Þorkelsson: Islandische Eyktmarken und Viertel-
jahreseinteilung, um eyktarmörk og ársfjórSunga, og verSur efni
hennar eigi heldur rakiS hér.
4. Steindór Steindórsson: Contrihutions to the Plant Geogra-
phy and Floristik Conditions of Iceland. Höfundurinn hefir auS-
sjáanlega valiS sér þaS viSfangsefni aS rannsaka og lýsa gróSri
og gróSurskilyrSum landsins smátt og smátt, eftir því sem tími
vinnst til. í fyrsta hefti „greinanna“ kom fyrsta ritgerSin af þessu
tæi, hún var um rannsóknir höf. á gróSri viS HlíS í Skaftártung-
um, sumariS 1931. Hér er áframhaldiS, um gróSurinn viS Fjalla-
baksveg. Þar hafa nú fundizt 147 tegundir af blómplöntum og
byrkningum, og er þaS, eins og höfundurinn tekur fram, allhá
tala, þegar þess er gætt, aS hiS rannsakaSa svæSi er allt 600—1000
metrar yfir sjávarfleti. Þessar ritgerSir eru hinar fróSlegustu,
og er vonandi aS höfundinum megi auSnast aS gera sem flestar
slíkar.
5. Trausti Einarsson: Vber eine Beziehung zwischen heiszen
Quellen und Gdngen in der islandischen Basaltformation. Höf-
undurinn, dr. Trausti, kennari viS Menntaskólann á Akureyri, rit-
ar hér, eins og titillinn bendir á, um rannsóknir sínar á samband-
inu milli hvera og ganga í basalti hér á landi. SvæSin, sem hann
hefir rannsakaS, eru: EyjafjörSur, Reykholtsdalur, Reykhólar og
Lundareykjadalur. Kemst höf. aS þeirri niSurstöSu, aS hverar séu
oftast, ef ekki alltaf, í sambandi viS basaltganga.
6. Trausti Einarsson: Magnetische Störungen in Basaltgán-
gen. í þessari stuttu ritgerS bendir dr. Trausti á segulskekkjur,
sem koma fram í sambandi viS basaltganga, og fylgir greinilegt
kort til skýringar.
7. Trausti Einarsson: Vher die neuen Eruptionen des Geysir
in Haukadalur. ÞaS vakti almenna athygli, þegar höf. tókst aS
yngja Geysi upp, og láta hann taka til starfa á ný, eftir margra
ára hvíld. Um þetta hafa veriS ritaSar greinar á ýmsum málum,
og hefir sumra þeirra veriS minnzt áSur í NáttúrufræSingnum.
Hér kemur Trausti meS „a5alritgerSina“ um þetta efni, skýrslu