Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1937, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 iiiiiimimiiiiiimiimmiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiimmmiiiiimimiimmmiiiiiimiimmmimiiiiimiiiiiiiiiiniii um hinn nýja, endurvakta Geysi, og starfsemi hans, hitann í hvernum o. s. frv. Ritgerðinni fylgja tvær myndir og ein tafla. kelsson rekur lestina með þessari grein um lagdeildar basaltsúl- 8. Þorkell Þorkelsson: Geschichtete Basaltsdulen. Þorkell Þor- ur. Greininni fylgja fjórar myndir. Þótt Vísindafélag íslendinga hafi frá upphafi átt við þröngan kost að búa og eigi haft neina fasta tekjustofna, hefir því tekizt að byggja allveglegan minnisvarða íslenzkum vísindum með út- gáfustarfsemi sinni. Væri vel, ef það gæti farið saman framveg- is, að sem flestir íslenzkir vísindamenn vildu láta félagið njóta rita sinna til útgáfu, og því væri séð fyrir fé til bókaframleiðslu. R. Sparck: The Benthonic Animal communities of the Coastal Waters. The Zoology of Iceland, Vol. I, Part 6. Copenhagen and Reykjavík, 1937. Iiöfundur þessa rits, dr. R. Spársk, er nýlega orðinn prófessor í dýrafræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefir komið hér til Islands og rannsakað dýralíf bæði á landi og í sjó. Aðal- viðfangsefni hans í Danmörku hafa verið ostrurannsóknir, og er hann þekktur um allan heim meðal sjólífsfræðinga o. fl. fyrir þær. Auk þess hefir hann fengist mikið við rannsóknir á botndýrum, og er þar arftaki Danans dr. Johs. Petersens, sem dó fyrir nokkrum árum. Þessi ritgjörð, sem að ofan greinir, er yfirlit yfir botndýralífið í hafinu kringum ísland á grunnsævi, byggð á þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á „Dana“ og „Þór“. Þegar litið er á botndýramagnið, eru ísafjörður og Hesteyrar- fjörður auðugastir, þar eru að meðaltali 455 grömm af dýrum (mest skel, sem heitir hallloka (Macoma calcaria)) á hverjum fer- metra. Þarnæst kemur Faxaflói með 420 gr. á fermetra. Hér eru þó einungis teknir þeir staðir, þar sem mest fannst. Ritgjörð þessi er hin ýtarlegasta og er þar að finna árangurinn af öllum þeim rann- sóknum, sem gerðar hafa verið á botndýramagninu við ísland. Próf. Spárck hefir áður skrifað tvær ritgjörðir um sama efni, einnig á ensku. Wesenberg-Lund: Gephyrea. The Zoology of Ice- land, Vol. II, Part 23. Copenhagen and Reykja- vik 1937. Hér er tekinn til meðferðar fáskrúðugur sæormaflokkur úr hafinu kringum ísland. Tegundirnar, sem lýst er, eru aðeins 11 að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.