Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 9
DR. l’HIL. HELGI l’JETURSS 101 grýtishraunin væru yngri en blágrýtismyndunin, og á jarðfræðikorti sínu ai: íslandi sýnir C. W. Paijkull grágrýtishraunin við Okið og Reykjavík, með ísnúnu yfirborði, ©g í ritgerð sinni „Bidra'g till kánnedomen og Islands bergsbyggnad" telur hann þessi grágrýtis- hraun hiklaust runnin á ísöld. Jafnframt því, sem Þorvaldur Tlioroddsen rakti og rnældi út- breiðslu jarðlagamyndananna í yfirborði landsins til undirbúnings jarðfræðikortinu af landinu, er hann gaf út að loknurn rannsóknar- ferðum sínum, mat hann og treysti skoðanir hinna eldri náttúru- fræðinga um skipun jarðlaganna í landinu. Að vísu ræðir hér að- eins urn lítinn hluta hins risavaxna starfs, er Þorvaldur leysti af liendi sem.starfandi íslenzkur landfræðingur, jarðfræðingur og sagn- fræðingur, en í því sambandi, er hér ræðir, varðar ekki annað. í stuttu máli voru niðurstöður Þorvalds um jarðlagaskipun íslands þessar: (1) Nútíma jarðlög, einkum hraun og mór, sjávarleir á undir- lendi og laus malar- og sandlög úr framburði áa og jökla. (2) Grágrýtishrannin, flest öll runnin á plíócen, þau yngstu þó undir jöklum ísaldar. (3) Móbergsmyndunin, upphaflega gosaska og hraunmylsna, er síðar límdist saman í móberg og þuráaberg. Frá því snemma á plíó- cen aðallega. (4) Yngri blágrýtisdeildin. Frá því síðla á míócen. (5) Surlarbrandslögin. Frá því á miðju míócen. (6) Eldri blágrýtisdeildin. Frá því snemma á míócen. Þegar Flelgi Pjeturss hóf jarðfræðirannsóknir sínar hér heima sumarið 1899, var hann jafnöruggur um þessa jarðlagaskipun lands- ins og aðrir, og hann hafði sízt í liuga, að við henni yrði raskað. Hann ætlaði sér að kanna forn fjörumörk á Suðurlandsundirlend- ínu. Og víkur nú sögunni þangað, sent hann er staddur við mó- bergshamra nokkra skammt fyrir norðan Miðfellsfjall í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu. Helga verður starsýnt á þéssa móbergs- hamra. Bergið í þeim tekur allt í einu að minna Iiann á steinóttan og sendinn leir, sem hann hafði oft séð erlendis og enginn hafði efazt um, að væri botnleir undan jöklum. Einhver líking virtist vera með þessum jarðlagamyndunum, sem annars voru þó svo ólík- ar. Og ólíklegt virtist það, að hér gæti verið um jarðlög að ræða, sem upprunnin væru á sama hátt. En hugsýnin, intuitionin, sterkasti þáttur Helga sem jarðfræðings, hvarf ekki, heldur sótti fast á. Aug-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.