Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 7
GEYSIR OG AÐFÆRSLUÆÐAR HANS 149 ritgerð Þorbjarnar. Hinar miklu sveiflur, sem verða þar í hitanum á tveim stöðum, hljóta að stafa af því, að þar sé innstreymi heits vatns eða gufu, einkum í 10—11 m dýpi og svo aftur í 13—14 m dýpi. Punktastrikin á mynd 1. gefa til kynna hitasveiflurnar sam- kvæmt mælingum Þorbjarnar. Annars er ástæða til að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig á hinum snöggu og miklu liitabreytingum standi, sem Þorbjörn finnur með thermistor-tækinu. Konvektiónsstraumar, sem Þorbjörn minnist á, eru hér naumast næg skýring. Geta má þess, að hitabreytingar í hvernum eru ekki óþekkt fyrir- brigði, en það hefur eigi verið rannsakað sem skyldi. Með hinum nýju og fullkomnari tækjum verður vonandi hægt að ganga úr skugga um það, livort þar sé eitthvað, sem þarf frekari skýringa við. í þessu sambandi er ástæða til að rninna á athuganir, sem ég hef gert við nokkra hveri, þar sem stór og djúp skál myndar hverinn. Má þá stundum, ef hitinn er mikill, sjá hvítleitar tungur eða blöðr- ur þjóta upp úr botni hversins eða hliðum hans'neðarlega, og ná þær alllangt upp í hveraskálina áður en þær hverfa. En rétt á eftir kemur sægur af bólum upp á yfirborð vatnsins. Vegna ókyrrðar á vatnsyfirborðinu er ekki gott að fylgjast nákvæmlega með því, sem þarna er að gerast. Eins og ég hef drepið á í riti mínu, On Thermal Activity in Iceland and Geyser Action, bls. 61, álít ég, að þarna sé á ferðinni sjóðheitt vatn með svo miklum smáblöðrum fylltum með hveralofti og þó einkum vatnsgufu, að það verði að útliti svipað stórum gufubólumeðafroðukökkum. Stundum eru þetta líklega ein- faldar, stórar bólur fullar af hveralofti og vatnsgufu, og þannig líta þeir Allen og Day á þetta, en þeir hafa einnig tekið eftir þessu í hver- unum í Yellowstone Park. Það er nú augljóst, að væri hitinn í svona hveraskálum mældur í því dýpi, og við mælinguna notaður tliermistor eða annað álíka vakurt, mælitæki, þá myndu miklar og snöggar hitabreytingar koma í Ijós, allt eftir því hvort tækið væri í blöðrunum eða í því vatni, sem kólnað hefur við yfirborðið og síðan leitað niður að botni vegna meiri eðlisþyngdar. Mér Jjykir ekki ósennilegt, að eitthvað jDessu líkt hafi verið að gerast um miðbik Geysispípunnar, þar sem Þorbjörn fann mestar hitasveiflurnar. Þar gusist inn í hverapípuna úr hliðar- göngum mjög heitt vatn, svo og gufa og hveraloft, og hækki hitann í hverapípunni til muna. Ég geri ráð fyrir, að þessar vatnsæðar, sem ganga inn í hverapípuna, séu tiltölulega þröngar, að minnsta kosti

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.