Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 7
GEYSIR OG AÐFÆRSLUÆÐAR HANS 149 ritgerð Þorbjarnar. Hinar miklu sveiflur, sem verða þar í hitanum á tveim stöðum, hljóta að stafa af því, að þar sé innstreymi heits vatns eða gufu, einkum í 10—11 m dýpi og svo aftur í 13—14 m dýpi. Punktastrikin á mynd 1. gefa til kynna hitasveiflurnar sam- kvæmt mælingum Þorbjarnar. Annars er ástæða til að reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig á hinum snöggu og miklu liitabreytingum standi, sem Þorbjörn finnur með thermistor-tækinu. Konvektiónsstraumar, sem Þorbjörn minnist á, eru hér naumast næg skýring. Geta má þess, að hitabreytingar í hvernum eru ekki óþekkt fyrir- brigði, en það hefur eigi verið rannsakað sem skyldi. Með hinum nýju og fullkomnari tækjum verður vonandi hægt að ganga úr skugga um það, livort þar sé eitthvað, sem þarf frekari skýringa við. í þessu sambandi er ástæða til að rninna á athuganir, sem ég hef gert við nokkra hveri, þar sem stór og djúp skál myndar hverinn. Má þá stundum, ef hitinn er mikill, sjá hvítleitar tungur eða blöðr- ur þjóta upp úr botni hversins eða hliðum hans'neðarlega, og ná þær alllangt upp í hveraskálina áður en þær hverfa. En rétt á eftir kemur sægur af bólum upp á yfirborð vatnsins. Vegna ókyrrðar á vatnsyfirborðinu er ekki gott að fylgjast nákvæmlega með því, sem þarna er að gerast. Eins og ég hef drepið á í riti mínu, On Thermal Activity in Iceland and Geyser Action, bls. 61, álít ég, að þarna sé á ferðinni sjóðheitt vatn með svo miklum smáblöðrum fylltum með hveralofti og þó einkum vatnsgufu, að það verði að útliti svipað stórum gufubólumeðafroðukökkum. Stundum eru þetta líklega ein- faldar, stórar bólur fullar af hveralofti og vatnsgufu, og þannig líta þeir Allen og Day á þetta, en þeir hafa einnig tekið eftir þessu í hver- unum í Yellowstone Park. Það er nú augljóst, að væri hitinn í svona hveraskálum mældur í því dýpi, og við mælinguna notaður tliermistor eða annað álíka vakurt, mælitæki, þá myndu miklar og snöggar hitabreytingar koma í Ijós, allt eftir því hvort tækið væri í blöðrunum eða í því vatni, sem kólnað hefur við yfirborðið og síðan leitað niður að botni vegna meiri eðlisþyngdar. Mér Jjykir ekki ósennilegt, að eitthvað jDessu líkt hafi verið að gerast um miðbik Geysispípunnar, þar sem Þorbjörn fann mestar hitasveiflurnar. Þar gusist inn í hverapípuna úr hliðar- göngum mjög heitt vatn, svo og gufa og hveraloft, og hækki hitann í hverapípunni til muna. Ég geri ráð fyrir, að þessar vatnsæðar, sem ganga inn í hverapípuna, séu tiltölulega þröngar, að minnsta kosti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.