Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 9
GEYSIR O G AÐFÆRSLUÆÐAR HANS 151 eigi mjög háðar hver annarri. Það er talsvert algengt, að einstakar laugar og hverir taki miklum breytingum á nokkrum árum, og þá er ekki ósennilegt, að einhverjar af þeim vatnsæðum, sem liggja í Geysi, hai'i orðið fyrir breytingum á þeim 11 árum, sem liðu á milli mælinga Barths og Þorbjarnar. Með slíkum breytingum innan eðlilegra takmarka í huga má gera sér grein fyrir þeim mun á meðalhita Geysis, sem mælingarnar leiða í ljós, án þess að grípa til þess óyndisúrræðis, að önnur livor mælingin sé stórlega skökk. Meðan verið er að tala um hitamælingar Barths í Geysi 1937, er vert að geta þess, að þeir Barth og Dahl notuðu mælingaraðferð sína í Geysi í 2 daga, án þess að gallar á mælingaraðferðinni kæmu í ljós, svo að vitað sé. Þá hafa þeir Donald Bloss og Barth notað sömu hitamælingaraðferð við marga goshveri í Yellowstone Park í júii og ágúst 1947 með miklum árangri. (Observations on some Yellowstone Geysers, Bull. Geol. Soc. Am. vol. 60 pp 861—886 1949.) Næstu hitamælingar gerir Þorbjörn Sigurgeirsson í 10 m dýpi, en áður hafði yfirborð Geysis verið lækkað um ca. 60 cm. Eftir að mælitækið hafði verið niðri í þessu dýpi í rúma 3 stundarfjórðunga, kom í ljós, að það var bilað. Bilunin var þó eigi meiri en jrað, að Þorbjörn taldi, að hægt væri að leiðrétta hinn mælda hita. Leiðrétt- ingin nam 2° til lækkunar. Niðurstaðan verður, að rétt fyrir gosið komist hitinn upp í ca. 126°, og af því ályktar hann, að vatnið hafi þarna verið yfirhitað að minnsta kosti 6°, því að suðumarkið í þessari dýpt reiknar hann 119.5° svarandi til þi*ýstingsins af 10 m vatnssúlu -|- loftþrýstingsins. Þetta er venjuleg reikningsaðferð og sjaldnast neitt við hana að athuga. Yfirhitinn er samt óvenjulega mikill eins og Þorbjörn bendir á. Að Þorbjörn finnur svo mikinn yfirhita, ætti þá að byggjast annaðhvort á því, að hér sé um sjaldgæfa tilviljun að ræða, eða þá á því, að mælitækið gat sýnt mjög skamm- vinna hækkun hitans, sem farið hefur fram hjá eldri hitamælum. Og þá er eftir að skýra, hvernig geti staðið á þessum skammvinnu yfirhitunum. Getur það hugsazt, að hið yfirhitaða vatn sé í smá- skömmtum dreift innan um kaldara vatn? Og hvernig geta þessir smáskammtar eða tungur af yfirhituðu vatni hugsazt sem almenn orsök hveragosa? Það er mínum skilningi ofvaxið að skilja. Hér er vissulega þörf á nýjum skýringum. Þriðju hitamælinguna gerir Þorbjörn í Geysi í sömu dýpt og áður (10 m), en eftir að sápa hafði verið borin í hverinn, en að lokinni þeirri mælingu kom í Ijós, að bilun tækisins hafði ágerzt svo mikið,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.