Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 10
152
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
að ekki þótti rétt að birta þær mælingar, þess sarnt getið, að hitastigið
virtist yfirleitt lægra en þá, er engin sápa var í hvernum. Eigi virðist
mér þetta koma vel heim við þá skoðun próf. Trausta Einarssonar,
að sápan geri yfirhitun hveravatnsins meiri og greiði á þann hátt
fyrir gosunum.
En svo að ég víki aftur að þeirri yfirhitun Geysisvatnsins, sem
Þorbjörn telur sig fundið hafa, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðun-
ar, að yfirhitun hveravatnsins sé sjaldgæf og lítil, og eigi sér ekki
stað nema þar, sem sérstaklega stendur á. Elveraloft er að mínu áliti
í öllu hveravatni, meðan það er djúpt í jörðu og undir miklum
þrýstingi, og á meðan hveraloft er í vatninu að nokkru ráði, er yfir-
hitun útilokuð. En er hveraloftið er komið nálægt yfirborðinu, getur
svo atvikazt, að loftið verði viðskila við vatnið. Hveravatn, sem
þannig hefnr misst loft sitt, getur auðvitað orðið yfirhitað, ef það
liitnar á ný. Yfirliitað vatn er og í óstöðugu jafnvægi. Verði það fyrir
snöggum áhrifum, breytist það hæglega í stöðugra jafnvægi með
myndun gufubólna. Yfirhitað hveravatn liefir því alla jafna fundizt
itelzt í yfirborðinu á kyrrlátum hverapollum og yfirhitunin eigi
mælzt nema lítil, varla yfir 2°. Þótt margt fleira megi segja um
þetta mál, mun ég eigi gera það nú, enda hef ég skýrt frá sumu af
því annars staðar. Þegar nú því er lialdið fram, að Geysisvatnið sé
yfirhitað 6° að minnsta kosti, finnst mér ástæða til að athuga, hvort
eigi sé of mikið úr yfirhituninni gert. í þetta sinn fór hitamælingin
fram rétt við þann stað, þar sem ég hygg, að efsta æðin liggi inn í
hverapípuna, og eins og áður er lýst, myndast þar alltaf öðru hvoru
stórar blöðrur af gufu og hveralofti, gufan auðvitað yfirgnæfandi.
Það hygg ég, að fari santan myndun blaðranna og hækkun hitans,
því að hitinn er meiri í hliðaræðinni. Meðan þessar blöðrur eru að
myndast og þenja sig út í hverapípunni, þurfa þær að neyta orku til
að setja vatnið á hreyfingu, er þær ýta því frá sér. Bæði vegna nún-
ings og hraðaaukans vex því þrýstingurinn þarna, og þessi þrýstings-
auki liækkar suðumarkið, en yfirhitunin verður að því skapi minni.
Sé þetta rétt, er eigi nóg að leggja þungann af vatnshæðinni við
loftþrýstinginn, heldur verður þar við að bæta þi-ýsting vegna
blöðrumyndunarinnar. Þegar blaðran fellur saman vegna kælingar
við vatnið, lækkar þrýstingurinn hins vegar skyndilega, og dynk-
irnir, sem oft Iieyrast, myndast einkum þá. Til þess að finna yfir-
hitunina þarf að mæla ekki aðeins hitann heldur líka þrýstinginn.