Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 12
154 NÁTTÚ RUF RÆÐINGURINN og niður, og hraðaaukinn á vatninu í pípunni orsakar þá þrýstings- mun. Mælingin byggist meðal annars á því, að mælipípan sé hreyf- ingarlaus. Við mælingu mína fór lóðrétta pípan alveg í kaf og linéð var um það bil liálfan metra undir yfirborði vatnsins. Það var því erfitt að fylgjast með hreyfingum lóðréttu pípunnar, nema að því leyti sem sú álma pípunnar, sem mælirinn var á, hreyfðist við það. En þessi álma var alveg hreyfingarlaus þangað til gosið kom. Eg tel því vafalaust, að hinar snöggu þi-ýstingsbreytingar, sem mælirinn sýndi, hafi stafað af þeirri gufubólumyndun í hverapípunni, sem ég hef áður lýst. Þegar um yfirhitun er að ræða, og hitinn tekur snöggum breyt- ingum, þarf því að taka með þann þrýstingsauka, sem kann að stafa af gufubólumyndun og útþenslu gufunnar. Hámarkshitamælir, sem látinn var niður í hverinn fyrir gosið og var niðri meðan á gosinu stóð sýndi hámarkshitann 118° el'tir gosið. Það er því sennilegt, að hitinn í Geysi hafi nú verið mun minni en þá er Þorbjörn mældi hann, enda hverinn öðruvísi undirbúinn. Mér þykir ekki ósennilegt, að þrýstingsaukinn vegna gufublöðrumyndunar hafi þá verið all- miklu meiri. En það getur verið álitamál, hvort hann hafi verið svo mikill, að suðumarkið hafi hækkað upp í 126°, sem er liæsti hitinn, sem Þorbjörn mældi, og yfirhitunin þá verið engin. Ef það er rétt, sem mér þykir langlíklegast, að miklar gufubólur myndist í Geysis- pípunni, þar sem innstreymið úr hliðaræðunum á sér stað, þá er ekki liægt að vita, livenær hitamælirinn eða thermistorinn, er í vatni og hvenær hann er í gufu á þeim stöðum, en aðeins hitamæling í vatninu gæti komið til greina, þegar um ylirhitun vatnsins er að ræða. í rauninni finnst mér varla koma til mála nokkur yfirhitun vatnsins, þar sem sífellt blandast saman vatn og gufubólur. Ég hef orðið ærið langorður, af því að mér fannst sérstök þörf á því að bera fram ítarleg rök fyrir skoðunum mínum. En í stuttu máli get ég sagt, að hitamælingar eðlisfræðingsins Þorbjarnar Sigur- geirssonar í Geysi sumarið 1948 staðfesta þá gömlu tilgátu mína, að heitt vatn og gufa streymi inn í Geysispípuna nálægt miðju hennar, og líklegá einkum á 2 stöðum. Innstreymið er misjafnt, á stundum aðeins heitt vatn, á stundum gufa eða sambland af gufu og vatni, og þá miklu örara. Þetta orsakar miklar hitabreytingar og snöggar, þar sem innstreymið mætir kaldara vatni Geysispípunnar. Þegar vatns- borðið í Geysi er lækkað, vex innstreymið úr hliðaræðunum sam- kvæmt reglunni um vatnsmagn og þrýsting í laugum og hverum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.