Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 15
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS
157
saga þessi sýnir, live næma athyglisgáfu almenningur heí'ur, því að
þessar tegundir eru að mörgu leyti nauðalíkar.
Að ofanverðu er karlgaukurinn gráblár, en að neðan ljós með
dökkum þverböndum eins og margir ránfuglar. Hjá kvengauknum
er um tvílitni að ræða. Sumir fuglanna líkjast karlgauknum að lit, en
aðrir eru ryðbrúnir eða jafnvel ryðrauðir. Ég læt þetta nægja um ytra
útlit gauksins, enda hefur hann ekki fyrst og fremst dregið athygli
almennings að sér vegna þess, heldur vegna hinnar hljómmiklu og
hvellu raddar, sem hjá flestum þjóðum er orsök að hinu alþýðlega
nafni hans.* Strax og gaukurinn vitjar heimkynna sinna á vorin,
kveða köll lians við í sífellu frá trjárn og runnum, og þetta veldur
því, að í mörgum löndum, svo sem víðast hvar í Mið-Evrópu, er
litið á gaukinn sem hinn eiginlega vorboða. Ennfremur er liann,
auk storksins, einhver vinsælasta fuglategundin, lofaður og prísaður
í þjóðkvæðum og æfintýrum, og er auk þess enn í miklti áliti lijá
sveitafólki sem töfrafugl, spáfugl, hamingjubpði og veðurspámaður.
Þó eru það ekki þessir eiginleikar gauksins, sem gera hann að
eftirsóknarverðu og vinsælu rannsóknarefni fyrir fuglafræðinga og
Hffræðinga, heldur miklu fremur hinir einkennilegu varphættir
hans og hinar margþættu spurningar og viðfangsefni, sem krefjast
úrlausnar í sambandi við rannsóknir á þeim. Eins og kunnugt er,
er gaukurinn varpsníkill, þ. e. hann ungar ekki út eggjum sínum
sjálfur, heldur verpur þeim í ltreiður annarra fugla, sem undan-
tekningarlaust eru smáspörfuglar, og lætur þá annast um útungun
eggjanna og uppeldi unganna. Enda þótt þetta hátterni gauksins sé
mjög frábrugðið hátterni flestra annarra fugla, sem sjálfir unga út
eggjum sínum, og gaukurinn í þessu tilliti liafi nokkra sérstöðu
rneðal fuglanna, er þó hins vegar sú alntenna skoðun röng, að gauk-
urinn sé eini fuglinn, sem hagi sér þannig eða með öðrum orðurn
sé einasti varpsníkillinn. í fyrsta lagi er það rangt að tala um gauk-
inn í eintölu í þessu sambandi, því að til gaukaættarinnar, sent er
vel afmörkuð fuglaætt, teljast yfir 100 tegundir, og nær útbreiðsla
þeirra til allra hluta heimsins. Og langflestar þessara tegunda eru
einnig varpsníklar. Þannig er t. d. önnur evrópsk gaukstegund, hinn
svonefndi dílagaukur (Clamator glandarius), sem byggir Suður-
Evrópu og Afríku, einnig varpsníkill, en verpur þó ekki eggjum
* Hin sérkennilegu köll gauksins eru samsett af tveimur tónum, og er þá siðari
tónninn um 3 hálftónum lægri en sá fyrri (kúkkúkk — kúkkúkk).