Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 17
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 159 þeir upp án nokkurrar foreldraumhyggju. Að vísu er þetta dæmi um varpsníkjur Heteronetta- andarinnar langt frá því að vera einstök undantekning meðal andanna, eins og margir myndu ef til vill ætla, því að margar endur sýna greinilega meiri eða minni tilhneigingu til sníkjuskapar í varpháttum sínuni. Hér á landi er það einkum hávellan, sem hefur tilhneigingu til slíks hátternis, því að enda þótt hún ungi yfirleitt út eggjum sínum sjálf, er þó algengt, að hún verpi eggjum í hreiður annarra andategunda, einkum þó dugganda. Venjulega er þetta fyrirbrigði talið vera „tilviljun" ein, en þar með er engin fullnægjandi skýring gefin á því. Framtíðarrann- sóknir verða að skera úr því, hvort þessi tilhneiging til að verpa eggjum sínum í hreiður annarra tegunda er einkennandi fyrir allar Iiávellur eða sníkjutilhneigingin er aðeins bundin við sérstaka stofna, þar sem hún hefur algerlega orðið ofan á og er orðin að ríkjandi arfbundnum eiginleika. Þetta skal hér látið nægja um varp- sníkjur fuglanna almennt. Hjá flestum varpsníklum verða varphættirnir með tiltölulega ein- földum hætti — vegna þess, að fuglar þessir eru venjulega af svipaðri stærð og hinir kjörnu fósturforeldrar, og vegna þess, að egg þeirra eru í flestum tilfellum eins eða mjög lík eggjum fósturforeldranna að lit og stærð. Hjá Evrópugauknum liafa aftur á móti þróazt alveg einstæðir og margbrotnir aðlögunareiginleikar, og er það fyrst og fremst vegna þess, að gaukurinn okkar, eins og þegar hefur verið tekið fram, verpur eingöngu í hreiður smáspörfugla, sem eru talsvert eða miklu minni en hann sjálfur. Áður en ég vík nánar að þessu mjög svo athyglisverða fyrirbæri, tel ég rétt að lýsa hér í stuttu máli varpháttum gauksins eins og þeir eru samkvæmt nýjustu rannsókn- um fuglafræðinga, einkum þýzkra og enskra. Til Mið-Evrópu kemur gaukurinn á vorin venjulega á tímabilinu frá miðjum apríl til maíbyrjunar. Komutíminn er nokkuð mismun- andi á ýmsum svæðum og fer mest eftir veðráttufari á hverjum stað. í köldustu héruðunum, svo sem í Austur-Prússlandi og Eystrasalts- löndunum kemur hann þó ekki fyrr en um miðjan maí. Strax eftir komu sína á vorin velja karlgaukarnir sér ákveðin svæði, er þeir verja sem heimkynni sín, fyrir öðrum karlgaukum. Svæði þessi geta verið skógarlundar með umliggjandi graslendi, smærri skógasvæði, hlutar af stærri skógum, mýrasvæði o. s. frv. Við þessi ákveðnu og venjulega vel afmörkuðu svæði halda karlgaukarnir tryggð ár eftir ár. Kvengaukarnir eru liins vegar oft og tíðum ekki bundnir við nein

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.