Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 25
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 167 inganna, gáfu þeir frá sér langdregin, há blásturshljóð. Á hinn bóg- inn tókst mér fyrir nokkrum árum í Quickbornskógi lijá Hamborg, að láta hænsnahauk unga út hænueggjunr, enda þótt hann sé svarn- asti óvinur alilrænsna. Þetta tókst, þrátt fyrir liinn nrikla líffræði- lega nrun þessara tegunda, vegna þess, að kjúklingar og ránfuglar gefa frá sér nrjög svipuð hljóð. Auðvitað lrefði náttúran getað farið þá leið, að láta unga mismunandi gaukakynja herma eftir unga- hljóðunr tilsvarandi fósturforeldra, en þetta liefði valdið því, að hvert gaukakyn hefði verið rígbundið við ákveðna tegund fóstur- foreldra. Náttúran hefur jrví valið einföldustu leiðina, sem sé að láta gauksungann þegja heldur en að láta hann koma upp um sig með röddinni. Rúmlega þremur vikum eftir, að gauksunginn skríður úr egginu, yfirgefur lrann hreiðrið, og er hann þá orðinn mjög stór, en þrjár vikur í viðbót afla þó fósturforeldrarnir fæðu handa honum og mata hann með stakri alúð og unrhyggju, unz ferðahugur farfuglsins gríp- ur hann í ágúst. Þá liefst för lrans td vetrarheimkynnanna, og fer hann þá yfirleitt einförum. Leið hans liggur frá Mið-Evrópu yfir- leitt til suðaustur,, yfir Egyptaland og Súdanlöndin til hitabeltis- landa Afríku og Kaplandsins. Asíugaukar dveljast á vetrum á Ind- landi og í Malajalöndum, að meðtalinni Nýju-Guineu. Þetta læt ég í stuttu máli nægja sem yfirlit yfir lífshætti gauksins, og vil nú bæta við nokkrum alnrennum liugleiðingum. Þegar við lítum á sníkjuhætti hjá dýrum og plöntum almennt, getur að mínu áliti varla leikið vafi á því, að þetta fyrirbæri sé ekki upprunalegt. Við verðunr því að líta svo á, að forfeður sníkju- gaukanna hafi byggt sín eigin lrreiður og ungað eggjum sínum út sjálfir, eins og gaukar þeir, senr ekki lrafa tamið sér sníkjur, gera enn þann dag í dag; með öðrum orðum, varpsníkjur gauk- anna séu tiltölulega nýlegt uppátæki, miðað við langa þróunar- sögu þeirra. Sé þessu þannig farið, komast líffræðingar ekki hjá því að reyna að finna lausn á því ganrla grundvallarviðfangsefni, senr þeir fyrr eða síðar hljóta að reka sig á við allar rannsóknir á hin- unr nrargvíslegu fyrirbærum lífsins, senr sé, hvernig öll þessi fjöl- þættu aðlögunarfyrirbæri lrafa myndazt og hvernig þau verða skýrð og hvaða kraftar liafa nrótað mynd þá, sem ég hef dregið hér upp. Eg vil taka það lrér fram, að hinir furðulegu varphættir gauksins og þó sérstaklega Irið aðdáanlega sanrræmi milli eggja lians og eggja fósturforeldranna hafa frá upphafi vega, verið eitt vinsælasta sönn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.