Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 31
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS
173
mjög náinn skyldleiki sé milli allra gaukategunda og varpsníkjur
sníkjugaukanna, ekki sízt Evrópugauksins, hafi ekki skapazt fyrr en
á síðasta skeiði jarðsögunnar. Hver er nú lausnin í þessu máli? Hafa
stökkbreytingar og náttúruval ef til vill enga þýðingu í sambandi við
myndun nýrra lífsforma og lífshátta?
Ég hef látið þá skoðun í ljós, að úrval náttúrunnar gefi fullnægj-
andi skýringu á litaraðlögun gaukseggjanna, en það muni reynast
erfitt, að skýra öll hin margþættu og flóknu aðlögunarfyrirbæri,
sem við rekum okkur á í sambandi við varpsníkjur gauksins, á sama
hátt. Þessum erfiðleikum er rutt úr vegi, jafnskjótt og við gerum
ráð fyrir, að stökkbreytingarnar gerist ekki út í bláinn og án tak-
marks, en feii hins vegar í sér ákveðna viðleitni, sem tryggi það, að
auk byggingaráætlunarinnar sé einnig hinn nauðsynlegi efniviður
tiltækilegur á réttum tíma. Síðan yrði það hlutverk náttúruvalsins
að leggja síðustu hönd á verkið.
Nú er svo komið, að bæði erfðafræðingar og þeir, sem aðhyllast
þróunarkenningu Darwins, eru farnir að tala um stéttaskiptingu eða
valdastiga ltjá arfberunum og sömuleiðis um arfberavaka o. s. frv.
Ennfremur eru þeir farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að
mjög flókið hvatafyrirbrigði, eins og tilhneiging gauksungans til að
varpa fóstursystkinum sínurn út úr hreiðrinu, geti myndazt við eina
stökkbreytingu. Allt jretta bendir til þess, að þeir, hvort sem þeir
viðurkenná það eða ekki, hafi með því yfirgefið grundvöll hins vél-
ræna viðhorfs. Enda þótt í fljótu bragði megi virðast svo, sem mynd
hins lífræna heims verði skýrð á fullnægjandi hátt út frá samstarfi
stökkbreytinga og náttúruvals, fer þó ekki hjá því, að sá sem skyggn-
ist dýpra, skynji bak við þessi fyrirbæri starfsemi allsráðandi upp-
hafsafla, sem skapa, móta og stýra öllu sem lifir, án þess í eðli sínu
að ganga upp í því.
Áheyrendur góðir, ég hef lokið erindi mínu og það myndi gleðja
mig, ef mér hefði tekizt að sýna ykkur á Jressari stuttu kvöldstund,
hvernig einn einstakur einkennilegur fugl hefur í sambandi við
hugleiðingar okkar getað leitt okkur að þeim þekkingartakmörkum,
sem mannleg vi/.ka og skilningur fær ekki fleytt okkur yfir. Það er
um Jressi takmörk, sem Johann Wolfgang von Goetlie hefur látið
sér um munn fara eftirfarandi hógværu en um leið örvandi orð,
,,að halda áfram að rannsaka Jjað, sem rannsóknum verður beitt við,
og virða og bera lotningu fyrir hinu órannsakanlega“.