Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 34
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eru tiltölulega auðug að kísilsýru, og yfirleitt verður hraunkvika því fastari fyrir og tregari að renna sem' hún er kísilsýrubornari, en liætt- ir að sama skapi meira til að springa sundur í gxjótmúga og mynda apalhraun. í Hekluhraunum er tiltölulega mjög lítið um hella, enda ekki við öðru að búast í hraunum af þeirra gerð, eins og þegar hefur verið bent á. Skútar og smáliellar eru þar að vísu margir, eins og í flest- öllum hraunum, en f'ram að síðasta Heklugosi, 1947—’48, þekktu menn þar ekki neinn stóran helli. Sá hellir, sem helzt kvað þar eitt- livað að fram til þess tíma, er Útilegumannshellir í Suðurhrauni milli bæjanna Selsunds og Kots. Ég hef ekki skoðað hann, en eftir lýsingu heimafólks í Koti er hann mjög lágur undir loft og aðeins fáeinir metrar að lengd og breidd. Hann er því alls ekki sambæri- legur Karelshelli að stærð. í hrauni síðasta Heklugoss mynduðust oft litlir helluhraunsblett- ir eins og þeir, sem að frarnan getur. Mér komu þeir á óvart, því að í Næfurholtshrauni, sem rann 1845 og er í mörgu svipað nýjasta hrauninu, þekkti ég enga þeirra líka og hafði þó víða gengið um það. Allstórir hellar sáust einnig í myndun í nýja hrauninu, glóandi bjart- ir hið innra með streymandi lirauná í gólfs stað, en þeir fylltust aftur og hurfu. Einum þeirra er lýst í Þáttum af Heklugosinu (Náttúrufr. 18. árg., bls. 18—20 og litmynd gegnt bls. 16). Þegar hraun hafði runnið úr „hraungígnum" undir Axlabrekku í nokkra mánuði samfleytt og þakið fjallsræturnar þar fyrir neðan þykkri hraunbreiðu, tók hinn glóandi kvikustraumur að kvíslast meir en áður og renna í síbreytilegum álum og æðum um hina ný- storknuðu hraunfyllu. Þessir kvikuálar hurfu víða í hraunið, smugu það neðanjarðar og komu fram aftur neðar. Sumir voru aðeins vakir, sem ganga mátti hringinn í kringum á harðstorknu lirauni, sem að vísu var lieitt og glóði niðri í sprungunum, en stóð jx') J>ví sem næst eða algerlega kyrrt. Á ferðum mínum til Heklu um helgar veturinn 1947—’48 fékk ég nokkrum sinnum tækifæri til að skoða þessar hraunvakir. Ef þær voru litlar, mátti ganga alveg fram á barm Jtcirra, en annars geislaði frá þeim óþolandi hita. — Hér á eftir skal nú lýst lítillega tveimur slíkum vökum, þeim sem ég skoðaði einna bezt, því að þær gefa nokkra hugmynd um það, hvernig hraunhellar á Itorð við Karels- helli verða til.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.