Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 36
178 NÁTTÚRUFR/EfilNGlIRINN á hálu borði. Sumar liæstu fellingarnar duttu út af aftur, ýmist áfranr eða aftur á bak, aðrar þjöppuðust fast saman, svo að hver studdi aðra. Þarna voru hraunreipi að myndast. Um 10 m neðan við upptök kvikunnar sást engin hreyfing framar á hrauninu. Þar var nú kominn helluhraunsblettur með stórgervum hraunreipum, en svo heitur, að lýsti af rauðri glóð úr hverri smáholu. Enn neðar (utan við takmörk grunnmyndarinnar) tók við úlið apalhraun með 2. mynd. Þversneið af sömu vök sem á 1. niynd. Sjá texta. stórgrýtishrúgum og dröngum. Það virtist harðstorkið og hreyfingar- laust á yfirborði, en of heitt, til að ég áræddi út á það. Þó að kvika streymdi stöðugt úr vökinni til hins hálfstorknaða helluhraunspolls, hækkaði ekkert í honum. Al' ]rví var ljóst, að kvikustraumurinn smaug aftur niður í hraunið og rann neðanjarðar í hinu heita apalhrauni. í slíkri vök gafst óvenju gott tækifæri til að kanna, livernig hraun- kvika úr Heklu væri viðkomu. En því miður hafði ég ekki önnur tæki til að þreifa fyrir mér en skíðastaf, sem ég liafði tekið af kringl- una. Hann var bambusprik með járnbroddi og járnliólk um neðri endann, en annars staðar með þykkri lakkhúð. Ég stakk stafnum hvað eftir annað í kvikuna og rak liann allt að 55 cm niður í hana. I hvert skipti kviknaði í honum, og því gat ég aðeins Iialdið honum niðri örstutta stund, aðeins fáeinar sekúndur. En þótt hann logaði

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.