Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 37
NÝR HELLIR í HEKLUHRAUNl
179
glatt, er honum var kippt upp úr, var auðvelt að slökkva logann
með því að sveifla stafnum snöggt í kringum sig. Lakkið á honum
brann að vísu fljótlega upp, og viðurinn sviðnaði, en brann furðu
lítið, og á ég enn stafinn.
Efst í vökinni, þar sem glóðin var björtust, veitti kvikan stafnum
lítið viðnám. Það virtist ívið meira næst yfirborði en þegar dýpra
kom í kvikuna, líkt og efst lægi um 10 cm þykkur börkur nokkru
seigari en undirlagið. Eftir að heim kom úr þessari ferð og ég hafði
prófað að ýta sama stafnum í svipuðum stellingum á skál búrvog-
arinnar, gizkaði ég á, að um 4 kg kraft (að með talinni þyngd stafs-
ins) hefði þurft til að reka stafinn niður úr þessurn berki.
Hvorki fyrr né síðar í Heklugosinu hef ég hitt á svo lina hraun-
kviku sem í þetta skipti. Fyrstu rnánuði gossins var fátítt, að rnanni
tækist að reka járntein 10—20 cm inn í glóandi hraun með því að
neyta allra krafta sinna. En þetta tók að breytast um haustið 1947,
og eftir það mátti oft með litlu átaki reka staf niður í kvikuna, og
hitinn einn og eldurinn, sem læsti sig í stafinn, settu því takmörk,
hve djúpt honum varð komið. Þessi breyting stafaði að nokkru
leyti af því, að hraunið rann dreifðara, þegar á leið, svo að meira
varð um litla rennandi ála og vakir, sem komast mátti fast að, en
eflaust einnig af hinu, að hraunið varð heitara, enda glóðin sýnu
skærri, þegar kom fram á liaust.
Áður en ég byrjaði að þreifa fyrir mér með stafnum í þessari vök,
sem var aðeins um 80 cm breið, gerði ég mér helzt í hugarlund, að
þarna rynni aðeins lítill kvikulækur og varla dýpri en svo, að ég
gæti hæglega rnælt þversneið af honum með stafnum mínum. En
þetta fór á aðra leið. Ég fann hvergi botn, ]ró að ég ræki stafinn allt
að 55 cm niður, ekki heldur þótt ég ræki hann lóðrétt niður fast
við skörina. Dýpra kom ég honum ekki, eins og fyrr segir, vegna
þess, live hann logaði glatt. Þessar stungur sýndu, að snardýpi mikið
var við skörina, ef til vill holbekkt.
Nokkrum sinnum sleppti ég stafnum niðri í kvikunni, eins og ég
kom honum dýpst, og lét hann berast örstutta stund lausan með
straumnum. Þetta gerði ég til að athuga, hvort straumhraðinn ykist
eða minnkaði með dýpinu. Ef hann ykist, átti stafurinn að liallast
aftur á bak, en ef hann minnkaði, áfram. En hvorugt varð, stafurinn
skekktist ekki, svo að séð yrði. Að vísu var sá tími, sem ég gat sleppt
af stafnum lielzt til stuttur, til að fullt mark sé takandi á þessari
tilraun. En samt gefur hún í skyn, að sti'aumhraði hafi verið svip-