Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 43
Ingimar Óskarsson: / Nýjungar úr gróðurríki Islands 1. Mjög fágætur bastarður fundinn i Reyðarfirði 1927. í grasaför minni á Austfjörðum 1927, fann ég í Njörvadalsárgili ■mót vestri plöntu, er ég áleit, að bæri að telja til Orchis-ættkvíslar- innar, en krónan var einlit, gulhvít að lit, blómskipunin styttri og laufhlöðin hlettlaus. Áleit ég lielzt, að hér væri um að ræða nýtt af- hrigði af brönugrasi (Orchis maculata). (Sjá ritgerð mína: En botan- isk Rejse til Öst-Island samt Reyðarfjörðurs Karplanteflora. Bot. Tidskr. 40. hd. 5. H., 1929). Frekari athugun var svo ekki gerð á eintaki þessu, fyrr en s.l. vetur, að það var sent fyrir milligöngu dr. Áskels I.öve til hollenzks sérfræðings í brönugrösum, dr. Vermeulen. Niðurstaða þeirrar rannsóknar varð sú, að hér væri um að ræða sjaldgæfan hastarð: Orchis maculata X Coeloglossum viride,1 sem hvorki liefnr fundizt fyrr né síðar hér á landi og er aðeins til á örfá- um stöðum í Evrópu, t. d. á 2 stöðum í Noregi og í Risafjöllum. Ein- tök, sem til eru frá Risafjöllum, eru þó allólík hinni íslenzku plöntu, og gæti það stafað af því, að bæði íslenzku foreldrin, brönugrasið og harnarótin, eru Sennilega bæði undirtegundir (suhspecies) hér á landi og framleiða því afkvæmi öðruvísi útlits en þýzku foreldrin. 2. Lónajurt (Ruppia maritima L.) fundin á nýjum stað. Sumarið 1901 fann dr. Helgi Jónsson grasafræðingur lónajurt i Lónsfirði á Suðausturlandi, og hafði hún þá ekki fundizt hér áður. Síðan hefur enginn orðið hennar var fyrr en s.l. sumar, að ég rakst á hana á grasaför minni í Dalasýslu sunnanvert við Hvammsfjarðar- hotn 30. júlí. 1) Sumir grasafræðingar í Skandinavíu nefna bastarð þennan: Orchi-coeloglossum conigerum (Norm.).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.