Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 44
186 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN Eins og kunnugt er, er mikill munur flóðs og fjöru við Hvamms- fjörð og myndast því víðáttumiklar, grónar sjávarflæðar með mörg- um pollum og lygnunr smásíkjum, þegar útfiri er. Geta lritzt þarna pollar með ísöltu vatni ótrúlega langt frá fjöruborði. í pollum þess- um óx lónajurtin og sums staðar mjög þétt, ýmist blómlaus, ný- blómguð eða rétt að byrja aldinþroskun. Þessi óvænti fundur bendir ótvírætt í þá átt, að tegundin vaxi víðar vestanlands þar, sem líkt liagar til og við Hvammsfjörð. Vildi ég benda þeim, sem við grasasöfnun fást, á það, að árangursríkast er að leita hennar við stórstraumsfjöru í ágústmánuði, því að bún mun ekki að jafnaði fyn- bera blóm, en blómlausa lónajurt er ekki ætíð auðvelt að þekkja. 3. Amerískt, villihveiti (Agropyron) hefur lekið sér liér bólfestu. Ætla mætti að hersetutíminn hefði fært okkur íslendingum nokkr- ar tegundir erlendra plöntuslæðinga frá Bretlandi og Ameríku. En nú er sýnt, að aðeins ein amerísk tegund hefur numið bér land, sennilega á árunum 1941— ’43. Hefur bún bersýnilega náð hér svo góðri rótfestu, að engin líkindi eru til þess, að hún hverl'i héðan aft- ur af sjálfsdáðum. í byrjun október 1945 vorum við Ingólfur Davíðsson magister við gróðurathuganir í nánd við báskólann og fundum þá í brautarbrekk- unni sunnan skólans punt, sem við könnuðumst ekki við, af Agro- pyron-ættkvíslinni. Óx liann þarna á allstórum liletti innan um þistil og húsapunt. Við nánari athugun reyndist þetta vera amerísk tegund: Agropyron Smithii Rydb. eða herpuntur, en það er íslenzka naínið, sem við gáfum jurtinni. 3. september s.l. fann ég tegundina við Ell- iðaárvog rétt ofan við flóðmark og austan við túnið á Iíleppi. Var hún var þar í blóma og mjög útbreidd, aðallega innan um frænda sinn, húsapuntinn. Lýsing af nefndri tegund, gerð eftir íslenzku eintaki, fer hér á eftir: Axgras. Jarðstöngullinn skriðull, með löngum, stinnum renglum. Stöngullinn 35—75 cm bár, stinnur, hárlaus og með 2 knjám neðar- lega, sveigður um efra knéð, annars uppréttur. Slíðrin bárlaus. Blöð- in blágræn, nokkuð stinn, 5—10 mm breið og langydd, mjög snörp að undanteknum neðri belmingi neðra borðsins. Efra borðið gis- liært. Slíðurbimnan örstutt, þverstýfð. Axið gilt, stinnt og upprétt,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.