Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 49
NYKURRÓSIR
191
þeirra blómum bóndarósanna, sem hér eru sums staðar ræktaðar í
görðum. Indverska lótusblómið blda (Nymphaea stellata) er einnig
ræktað. Sömuleiðis gýgjarblómið fagra (N. gigantea) frá Astralíu,
sem ber himinblá, angandi blóm. Egypzka lótusblómið helga (N.
lotus) er frægt og hefur verið greypt á byggingar í Egyptalandi fyrir
þúsundum ára. Það hefur kringlótt blöð og ilmandi, hvít blóm,
12—16 cm í þvermál, opin frá kl. 6 síðdegis til kl. 10 að morgni. Ýmis
afbrigði eru ræktuð til skrauts og fjöldi annarra lótusblóma. Þykja
þau jafnan fögur og einkennileg, líkt og nykurrósirnar.
Spurningar og svör
Spurt
í bókinni „Blárra tinda blessað land“ eftir Árna Óla er kafli, senr nefnist Reykja-
lundur. í kafla þessum er sagt nokkuð frá athugunum Bjarnar Bjarnarsonar í Grafar-
holti á lifnaðarháttum álsins. Þar er staðháttum við Varmá lýst nokkuð, og svo segir:
„Milli livolsins (Reykjahvols) og árinnar (Varmár) var mýrarver. Þar varð að gera
brú með skurðum til hliða, þá er sveitargatan var lögð. Síðar, er ég var að hreinsa og
dýpka skurði þessa, mokaðist upp aurleðja volg og mjúk eins og skyr, blár leir, er
moraði af álaormum, ca. 10—15 cm að lengd, mjóum og glærum, samlitum hinum
bláa leir. Þarna var sýnilega álaklak."
Nú langar ntig til að spyrja, hvort ekki sé hér dregin röng ályktun af rnergð álanna
Jrarna, hvort hér sé ekki aðeins að ræða um staðfestingu á kenningu Bjarna Sæmunds-
sonar, að állinn sæki hér á landi mjög í volga læki.
Einnig langar mig til að vita, hvort nokkrar nýjar rannsóknir bendi til þess, að
kenningar Johs: Schmidts, um að allur evrópski állinn hryggni í Sargassóhafinu, séu
ekki réttar.
Gunnar Markússon, Hafnarfirði.
SvaraS
Sem svar við þessari spurningu vil ég benda á grein Árna Friðrikssonar: Undrasaga
álsins, sem birtist í 12. árg. Náttúrufr., 1942, bls. 4—15. í þessari grein er hinum
einkennilegu lífsháttum álsins lýst rækilega, og þar er ennfremur skýrt frá hinum
merkilegu rannsóknum Prof. Johs. Schmidts, en honum tókst fyrstum manna að finna
hrygningarstöðvar álsins í Sargassóhafinu. Allar síðari rannsóknir hafa staðfest kenn-
iugar Johs. Schmidts, og ekkert hefur enn komiö fram, sem gefur minnstu ástæðu til
að halda, að þær séu ekki á fullum rökum reistar. í skurðunum við Varmá getur því
ekki hafa veiið tun álaklak að ræða.
F. G.