Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 6
68 NÁTTÚRUl'RÆfilNGURINN verða. En í öllum slíkum samanburði á gróðri verður mjög að liafa í huga aukna þekkingu og reynslu, heppilegra tegundaval erlendra jurta og trjáa og loks aukna ástundun, áræði og bolmagn. Til þess að fá nokkra Iiugmynd um, hvernig hitamælingar kæmu heim við þessa almennu reynslu, sem nú var drepið á, hef ég gert samanburð á árlegum og mánaðarlegum meðallagshita nokkurra staða hér á landi, svo langt aftur sem mælingar leyfa. Hiti hefur aðeins verið mældur reglulega á 5 stöðum hér á landi frá 1880 eða fyrr. Eru þeir þessir: 1. Slykkishólmur. Þar hóf Árni Ólafsson Thorlacius umboðsmaður veðurathuganir í nóvembermánuði 1845 og liélt þeim áfram með al- veg einstakri elju, reglusemi og vandvirkni þangað til 1889, en hann andaðist tveim árum síðar. Sonur Árna og tengdafólk hélt síðan áfram að annast veðurathuganir til 1919, og má því segja, að sama fjölskyldan liafi annazt þær í 75 ár. Erá 1919 liefur athugunum verið haldið áfram í Stykkishólmi, en áhöldin verið færð nokkuð úr stað. Sennilega hefur Árni hafið athuganir sínar fyrir tilmæli Bók- menntafélagsins, en það útvegað hitamæla og loltvog frá Vísindafé-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.