Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 7
HITAFARSBREYTINCAR Á ISLANDI 69 laginu danska. En vera má, að Árni hafi tekið verkið upp af sjálfs- dáðum og keypt áhöldin. Víst er um það, að veðurbækur hans eru alla tíð geymdar hjá honum sjálfum og.komast ekki í eigu Bók- menntafélagsins fyrr en þær eru keyptar úr dánarbúi hans. Og afrit af veðurathugunum Árna virðast ekki til á söfnum í Danmörku, en þar eru veðurbækur frá fjölda mörgum öðrunt stöðum hér á landi. Flestar ná þær ylir örfá ár aðeins og eru lítils virði. Mér hefur ekki tekizt að finna neinar öruggar heimildir um upp- haf veðurathugana Árna. Þorvaldur Thoroddsen segir í Landfræði- sögu sinni, að Árni hafi byrjað veðurathuganir sínar á vegum Skozka veðurfræðifélagsins (The Scottish Meteorological Society), en þetta virðist vafasamt. Að vísu hafði Árni síðar meir náið samband við þetta félag, fékk frá því sérstaka loftvog og síðar (1866) sjávarhita- mæli. Það, sem birtist í tímariti félagsins af veðurathugunum Árna, er flest reiknað af honum sjálfum, og bendir Jrað ekki til þess, að hann liafi sent félaginu frumbækur sínar eða afrit Jreirra. Árið 1872 eru birt í tímaritinu mánaðarleg hitameðaltöl frá Stykk- ishólmi yfir tímabilið 1845—1871, og hefur Árni reiknað Jrau sjálfur. Þar er eina lýsingin, sem ég hef séð á umbúnaði hitamæla hjá Árna: „Mælingarnar voru gerðar nteð hitamæli, sem varinn er sól og regni, 8 fet yfir jörð og 37 fet yfir sjávarmál. Hitinn var athugaður þrisvar á dag, kl. 7 að morgni, á hádegi og kl. 10 að kvöldi frá september— apríl, en 7 að morgni, á hádegi og kl. 11 að kvöldi í maí—ágúst.“ Mánaðahiti sá, sent birtist í tímaritinu, er reiknaður senr beint með- altal af hitatölum ofangreindra áthugunartíma á árunuin 1845— 1865, cn frá 1. jan. 1866 til ársloka 1871 er mánaðalútinn reiknaður sem meðaltal af mesta og minnsta liita livers sólarhrings. í samanburði þeim, sem hér fer á eftir, hef ég notað sönm meðal- tölur og birtar eru í tímaritinu til ársloka 1865, að viðbættri lítilli leiðréttingu, 0,1 og0,2 á tímabilinu maí—ágúst. Frá 1866— 1873 liafa hins vegar verið reiknuð ný meðaltöl af Jrrem daglegum athugunum, og eru Jrau nokkuð l'rábrugðin meðaltölum þeim, sem aðeins voru reiknuð úr hámarks- og lágmarkshita livers sólarhring. Danska veðurstofan fékk Árna til að gera fyrir sig veðurathuganir 1874, og eru athuganir hans prentaðar í Dansk meteorologisk Aar- bog, II. Del, frá 1874—1919. Athugunartímar urðu kl. 08, 14 og 21, en meðaltöl reiknuð eftir formálanum liS h 14 . Frá 9 1920 hafa áthuganir frá Stykkishólmi og öðrum íslenzkum veðurat-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.