Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 12
74 NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN Enn mætti gera beinan samanburð á meðallagshita 30-ára tírna- bila. Tökum til dæmis Stykkishólm og Reykjavík, sem lengstan mæl- ingaferil liafa að baki sér: Reykjavik: 30 ára meðaltöl og 15-ára meðaltal 1931—1945. Tímal)il J F M A M J J A S C) N D Ár 1871—00 -1.1 -0.7 -0.5 3.0 6.2 9.6 11.1 10.5 7.5 3.9 1.1 -1.0 4.1 1901-30 -0.6 -0.3 0.3 2.4 6.1 9.4 11.1 10.4 7.8 4.2 1.3 -0.2 4.3 1931—15 0.0 0.1 1.9 3.8 7.4 10.0 12.0 11.3 9.2 5.0 2.8 1.7 5.4 Stykkishól mur: 30 ára mcöaltöl 1846- -1930 og 15-ára meðaltal 1931—1945. Tímabil J F M A M J J A S O N D Ár 1846-70 T~- CT 1 O oi 1 -2.2 0.9 4.5 7.8 9.7 9.3 6.9 3.3 0.8 -0.6 3.0 (25 ár) 1871-00 -2.0 -2.2 -2.2 1.0 4.5 8.2 9.9 9.4 7.2 3.5 0.6 -1.5 3.0 1901-30 -1.5 -1.5 -1.0 0.8 4.5 8.4 10.2 9.3 7.1 3.8 0.8 -0.7 3.4 1931-45 -1.0 -1.2 0.1 2.1 6.2 9.1 10.7 10.1 8.1 4.2 2.2 0.7 4.3 Þessar tölur bera með sér, að enginn eða sáralítill munur er á árs- hita þessara 30-ára tímaliila fram til 1930, en síðasta 15-ára tímabilið er mun lilýrra. Hitt er þó sjálfsagt að hafa í huga, að næstu 15 ár gætu reynzt svo köld, að þau jöfnuðu metin að miklu leyti. Einstakir vetr- armánuðir eru þ<> nokkru hlýrri 1901 /30 cn áður. Stafar það af hin- um óvenjulega mildu vetrum 1925—1930. Vegná samanburðar á veðurfarsbreytingum landa og heimsálfa milli, er áríðandi, að sambærilegar aðferðir séu notaðar, en á því hef- ur v.erið og er enn mikill misbrestur. Með því að ýtarleg rannsókn hafði verið gerð á hitabreytingum í Noregi af þeim Th. Hesselberg, forstjíira norsku veðurstofunnar, og B. J. Birkeland veðnrfræðingi, taldi ég sjálfsagt að nota sömu aðferðina hér á landi. Mörg héruð Noregs eru á sama breiddarstigi og ísland, og veðrátta er þar næsta svipuð og hér á landi. Aðferð þessi á að vísu rót sína að rekja til hollenzka veðurfræðingsins Buys Ballot, en hefur ekki verið mikið eða víða notuð til þessa. Aðferðin er í stuttu máli Jressi, og er þá talað um Iiita, en hið sama gildir aðra veðurfarsþætti: 1. Reikna meðallagshita á tímabilinu 1901—1930. 2. Skrifa í dálka meðalhita livers mánaðar og árs yfir allt athugun- artímabilið á hverjum stað fyrir sig. 3. Reikna vik hvers mánaðar og árs frá meðallagshita á tilsvarandi hátt.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.