Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 15
HITAFARSBREYTINGAR Á ÍSLANDI
77
hlutfallslega um eitt stig C, en misjafnlega mikið eftir árstíðum.
Stafar þetta bæði af hækkun hitamæla yfir sjávarmál og harðari veðr-
um á höfðanum. Frá okt. 1921 til des. 1943 var því eftirfarandi leið-
réttingum bætt við mánaðahita í Vestmannaeyjum:
MánuSir J FMAMJ JA SONDÁr
Leiðrétting 1.2 1.2 1.2 1.0 0.8 0.8 0.8 0.Ö 0.6 0.8 0.9 1.0 0.9
Með þessum leiðréttingum kemur út línurit II og virðist það í
allgóðu samræmi við hin línuritin.
Línuritin sýna þegar, að 30-ára meðaltölin hafa jafnan legið undir
meðallagi fyrir aldamót, en fara síðan verulega fram úr því. Sýnir
eftirfarandi tafla, hversu nrikið 30-ára meðalhiti hefur legið undir
og yfir meðallagshita (1901/30) í Rvk. og Sth. 1871/1900 og 1919/
1948 og á öllum sex stöðunum 1881/1910 og 1914/1943:
Tírriabil Tímabil
Stöðvar 1871-00 1919-48 Mism. 1881-1910 1914-43 Mism.
Stykkishólmur ........... -0.37 +0.71 +1.08 -0.35 +0.45 +0.80
Reykjavík ............... -0.18 +0.74 +0.92 -0.20 +0.50 +0.70
Vestmannaeyjar (leiðr.) .. —0.35 +0.45 +0.80
Teigarhorn ............................................... —0.65 +0.50 +1.15
Grímsey .................................................. —0.50 +0.50 +1.00
Papey (sjávarhiti)........................................ —0.35 +0.45 +0.80
í Brönneysundi í Noregi, sem er nokkru norðar en Sth., helur árs-
hiti vaxið frá 1871/1900 til 1909/1938 um 0.45 st. í Sth. hefur árs-
hiti vaxið um 0.64 st. á sama tíma.
10-ára árshitasveiflur
Ef keðjubundin meðaltöl eru reiknuð fyrir 10-ára skeið aðeins,
koma skiljanlega gleggri og meiri sveiflur í ljós. Á 4. mynd sýna
línuritin sveiflur á keðjubundnum 10-ára meðalhita ársins. Þarna
koma hin köldu ár milli 1910 og 1920 vel í ljós og enn fremur hin
snögga, samstiga hækkun hitans eftir 1916/25, Jiar sem síðustu árin
munu vega mest. Eftir það heldur hitinn áfram að hækka jafnt og
þétt til 1926/35, en verður úr því að mestu stöðugur. Ef borin eru
saman Jressi tvö tímabil (1916/25 og 1926/35) á öllum stöðvunum, vex
árshiti þeirra að meðaltali um 1.2 st. C.