Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 25
TVÆR NÝFUNDNAR FISKTEGUNDIR 87 1. Rauðserkur (Beryx decaclactylus Cuvier et Valenciennes 1829).1 Þriðjudaginn 4. apríl þ. á. hringdi Sigurður Þorleijsson, 1. stýrimað- ur á togaranum Skúla Magnússyni til mín og kvað torkennilegan fisk liafa veiðzt í síðustu ferð skipsins. Kom hann síðar um daginn með fiskinn og varð strax ljóst, að hér var að ræða um tegund. er eigi ltefur veiðzt hér áður. Við nánari rannsókn kom í ljós, að þetta var rauðserkur (Beryx decadactylus). 1. mynd. Rauðserkur (Beryx decadactylus). Faune lchlhyologique de VAllantique Nord. Samkvæmt jreiin npplýsingum, sem Sig. Þorleifsson lét mér góð- fúslega í té, veiddist fiskurinn kringum 15. marz (í botnvörpu) á um 180 faðma (ca. 330 m) dýpi í sunnanverðu Jökuldjúpi eða sem næst þeim stað, sem sýndur er á 2. mynd (ca. 63°50' n. br. — 24°25' v. Igd.). Fiskurinn var hængur með lítt jDoskuðum sviljum II (VIII?) og reyndist hann 62 cm langur. Yfirleitt eru fiskar þessarar tegundar ekki taldir verða lengri en 50 cm2 og hefur því hér ef til vill veiðzt stærsti fiskurinn af jressari tegund, sem þekktur er. Lýsing. Lengd höfuðsins gengur 21/9—24^ sinnum upp í heildar- lengd fisksins, en heildarlengdin er 2i/£—2j4 sinnum meiri en hæð- in. í bakugganum eru 4 broddgeislar og 16—19 liðgeislar, í gotrauf- 1) Cuvier et Valenciennes: Hist. Nat. Poissons, III, l’aris 1829. 2) A. Ramalho: Faune Ichthyologiqne de l’Atlantique Nord, Khh. 1929.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.