Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 28
90 NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGUR1NN Með því að bókakostur og samanburðargögn á þýzkum rannsókna- stofum er nú af skornum skammti, varð það að ráði, að einn fiskanna var sendur til British Museum, London, til fullnaðar-ákvörðunar. Til eru tvær tegundir af Hoplostethus í norðanverðu Atlantshafi (og Miðjarðarhafi), er lieita H. atlanticus, Collett 1889 og H. mediter- raneus Cuvier et Valenciennes 1829. Komst dr. Kotthaus fljótlega að þeirri niðurstöðu, að hér væri sennilega þriðja tegundin á ferðinni, /. mynd. Hoplostethns mcditcrrancus. Faunc /chthyologiquc dc V Atlantique Nord. Myndin sýnir glöggt ýmis hclztu ytri einkcnni pessarar ccttkvislar. og sú varð líka raunin. Hefur hún hlotið nafnið Hoplostelhus is- landicus. Báðar „gömlu“ tegundirnar eru sjaldgæfar, og þessi finnst nú í fyrsta skipti, og er því hér að ræða um einn þeirra fiska, sem aðeins hefur lundiz.t hér við land liingað til. Sumir fiskifræðingar telja búrfiskana til sérstakrar ættar, þar sem ættkvíslin er mjög sér- stæð innan ættarinnar Berycidae, en um jrað skal eigi frekar rætt hér. Nafnið Búrfiskur hef ég gefið Jressari tegund végna jress ógrynnis af fitu, sem er um fiskinn allan (líklega forðanæring). Lýsing.1 Fiskurinn er yfirleitt við fyrstu sýn líkur karfa, bæði í lögun og lit. En þegar betur er aðgætt sézt þó, að hér er allt annað en karfi á ferðinni. Maður rekur strax augun í einkennilega lögun höf- uðsins, en jrað er bogadregið að framan þegar munnurinn er lokað- ur. Einkum vekur jaað þó athygli, að höfuðbeinin sjálf, eða þá kamb- I) Lauslega þýtt eftir dr. Kotthaus í jan.-heftinu af Fischereiwelt 1950.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.