Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 30
92 N ÁT T Ú RUFRÆÐINGURINN ,'iuk þess óteljandi smátennur utan á kjálkunum og auk þess á þykk- ildi í húðinni, sem tengir saman neðrikjálka-helmingana. ALlur líkaminn er þakinn nokkuð stóru, lausu hreistri. Hreistrið er breitt, sporöskjulaga og utan á hverju hreistri framanverðu eru smáir kambar, sem enda í broddum. Eftir kviðnum frá rót kviðar- ugganna að gotrauf ef röð af kjölhreistri (30—32), og endar hvert að aftan í þremur broddum og er miðbroddurinn mestur. Einkenni- legast er þó lneistrið á rákinni. MiðJduti lrvers lireisturs, sem er kúpt- ur, er alsettur örsmáum listum, sem enda í 24—30 broddum á aftari lireisturröndinni. Nálægt framrönd hreistursins miðri er sterkur broddur, en fyrir aftan liann 3—4 liolur. Niður úr liverju rákar- hreistri að framan er lokaður hringur, en í gegnum alla ltringina liggja rákargöngin (Kanal der Seitenlinie), en þess vegna er rákar- lireistrið mjög fast. Á öllum uggageislunum, einnig liðgeislunum, er röð af broddum. Þar sem svo veJ tókst til, að fimm fiskar fengust í einu, var einnig hægt að gera athuganir á innri líffærum. Þegar höluðkúpan er klof- in að endilöngu sést lieilabúið, sem er tvískipt. Neðst í því er lieil- inn, hlutfallslega lítill, en allt hitt er fyllt drifhvítri litu, sem líkist mjög spiki. Úr einum fiski, senr var 54 cm, fengust 25 gr. af spiki úr heilabúinu. Eins og kunnugt er, er einnig fita (lýsi) í höfði karfans, en tæplega meira en í eina teskeið í lrverjum fiski. Kvarnirnar eru talsvert stórar og sérkennilegar í lögun og í þeinr sést fjöldi af hringum. Allt kviðarholið er að innan þakið svartri slímlrimnu. Einstakur i sinni röð er sundmaginn. Hjá öllunr þeim fiskum, sem sundmaga hafa á annað borð, er þetta líffæri mjög svipað. En hér er öðru máli að gegna. Sundmaginn er sem sé fylltur af lrálffastri, lrvítri fitu. Að- eins frenrst er dálítið hólf, sem minnir á sundmaga annarra fiska, en einnig'það er umkringt fitu. Úr sundmaganum lengust 65 gr. al fitu eða úr liskinum öllunr 90 gr. (sbr. áður sagt) en úr fitunni var hægt að vinna vatnstært, bragðlaust lýsi. Og þó eru ekki fitubirgðir búrfisksins allar enn taldar. Sjálfur Jiskurinn var svo feitur, að liægt var að steikja hann án þess að bæta feiti við. Fiskurinn var ágætur á bragðið. Af öllum séreinkennum búrfisksins skal aðeins nrinnst á eitt í við- bót. Svilin eru geysistór, þau vógu 188 grönrm og fylltu út í nær helming kviðarholsins. Á hinn bóginn lrafa hrognapokarnir venju- lega stærð og lögun.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.