Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1950, Page 33
Jóhannes Áskelsson: Nokkrar fornskeljar úr bökkum Þorskafjarðar Við rætur Reykjanesi'ialls og yíða annars staðar við Þorskafjörð og Berufjörð eru greinileg forn fjörumörk. Guðmundur G. Bárðar- son1 getur fornra stranda norðanmegin Gilsfjarðar og út til Reykja- ness. A þessum slóðum eru fjöruhjallarnir greinilegastir í 50—60 m liæð yfir núverandi fjöru. Þessar fornu strandmyndanir eru yfirleitt gerðar (a) neðst úr ísaldarleir, (b) ofar úr lagskiptum leirsteini og sandsteini og (c) efst úr fjörumöl. Úr bökkum Múlaár, við ósa, milli Gilsfjarðarmúla og Garpsdals, safnaði Guðmundur fornskeljum, (loc. cit.) er hann telur mestar líkur fyrir, að séu frá sama tíma og jökultoddulögin í Kaldrana- og Tjaldanesbökkum í Saurbæ, eða nánar tiltekið, frá því að sjór hækkaði hér við land síðast á jökul- tíma. Umhverfis Hafrafell í Reykhólasveit eru hin fornu fjörumörk sér- staklega greinileg. Koma þar í ljós tvær misgamlar fornfjörur. Hinar eldri í 90 m hæð og hinar yngri í 51 m hæð. Á mynd þeirri, ér fylgir greinarstúf þessum, sjást þessi fjörumörk allgreinilega. Eldri forn- fjörurnar eru þær hæstu, sem athugaðar hafa verið á þessum slóðum. í mjög svipaðri Iiæð (90 m) koma fornfjörumörk í ljós í Miðhúsa- hyrnu og Barmahlíð. Hæðamælingarnar voru alltaf gerðar með’E. R. WATTS’ hæðarmæli (Surveying Aneroid, E. R. WATTS 8c Son, London, 1142) og miðað við efstu hrúðurkarlamörk á fjörusteinum. Madingarskekkja nemur varla meiru en ± 1 m. Inn með Þorskafirði að austan, strax og inn fyrir Stað kemur, liggja að firðinum 20—30 m háir bakkar. Ná þeir næsfum óslitið inn undir Laugaland. Alls staðar þar sent ég skoðaði þessa bakka voru 1) Guðmundur G. Bárðarson: „Fossile Skalaflejringer fra Breiðifjörður i Vest-Is- bnd", Geol. Fören. Förhandl., Bd. 43, Stockli., 1921.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.