Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 35
NOKKRAR FORNSKELJAR 97 algera vöntun á lagskiptingu ásamt hinum misstóru steinum á víð og dreif í mynduninni virðist mér benda til þess, að um annað en jökulurð geti vart verið að ræða. Á hinn bóginn er yngri myndun bakkanna til orðin í sjó. Það sýnir lagskipting hennar, Iiið sendna efni, og síðast en ekki sízt skeljarnar, sem í henni finnast. Hall-loku- skeljarnar og smyrslingarnir lágu samluktir í berginu svo fánan getur ekki verið aðborin. Fánan er fáskrúðug. Þó skal tekið fram, að ekki var leitað til fulln- ustu að skeljum í bökkunum. Hall-lokurnar voru algengastar og skeljarnar, sem af henni fundust, voru allar af stórum eintökum. Þó jökultodda hafi ekki fundizt, leynir sér ekki kuldasvipur fánunnar. Engin tegundanna er bóreal eða með hlýsjársvip. Að lambaskelinni undantekinni eru allar hinar tegundirnar úr Þorskafjarðarbökkum algengar í jökultoddu-lögunum í Kaldrana. Auk jökultoddunnar vantar aðeins gljálinytlu (nucula tenuis) í dýrafélagið í Þorskafjarð- arbökkum svo algengt samræmi sé milli þess og hins hánorræna dýrafélags í elztu skeljalögunum í Kaldrana. En eins og áður er sagt er ekki ósennilegt, að báðar þessar tegundir finnist í Þorskafjarðar- bökkum, ef betur er leitað eftir þeim þar en ég hafði tækifæri til. Lambaskel er og fundin meðal hánorrænna skelja í bökkum Hvolsár í Saurbæ. (G. G. B., loc. cit.) Allt virðist Jdví benda til þess að skeljabakkarnir við Þorskafjörð liafi myndazt síðla á jökultíma, en sjór tók að hækka við strendur landsins og að þeir séu samtímamyndanir og Kaldrani og Tjaldanes- l>akkar í Saurbæ, er Guðmundur G. Bárðarson hefur lýst svo skil- merkilega áður. Þá þótti og rétt að geta eldri fjörumarkanna við Hafrafell, Barmahlíð og Miðhúsahyrnu, sem munu vera hæstu forn- fjörumörk (postglaciölu fjörumörk) sem lýst hefur verið frá þessum slóðum. ABSTRACT In this treatise late-glacial deposits from West-Iceland are detailed. They are niost likely conteinporaneons u'ilh the Kaldrana deposits described hefore by G. G. U. Náttúrujrœðingurinn, 2. hefti 1950 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.