Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 39
N Ý TRJÁTEGUND FUNDIN í KÍNA
101
Tegund sú, er hér um ræðir, nefnist á vísindamáli Metasequoia
glyptostroboides. Hún var á sínum tíma útbreidd víða á norðurhveli
jarðar, þar á meðal í Norður-Ameríku og Japan, og hefur hún oft
fundizt í eldri plíocen-Iögum Japans. Eins og gefur að skilja, ermargt
sameiginiegt með þessari nýju tegund og öðrum barrtrjám, eins og
myndin sýnir, en þó er hún svo ólík að ytra útliti, að henni verður
tæplega ruglað saman við tegundir af annarri barrtrjáaættkvísl.
Metasequoia glyptostroboides getur orðið allstórvaxið tré, allt að
35 m hátt, og er þá þvermál stofnsins 2—3 metrar. Tré af þessari
stærð er álitið a. m. k. 600 ára gamalt. Tegundin hefur gagnstæð
blöð, greinar og brumhlífar, og fellir barrið á haustin, og er jrað sér-
kennandi fyrir ættkvíslina og frábrugðið því, sem er á risafurunni
(Sequoia). Aftur á móti er þeim það sameiginlegt, að kímblöðin eru
tvö.
Énda þótt ailir séu á einu máli um það, að M. glyptostroboides sé
alveg ný fyrir vísindin, liefur risið ágreiningur um það, livort rétt-
mætt væri að telja tegundina til liinnar ævafornu ættkvíslar. Miki
notaði fyrstur nafnið Metasequoia. En ætla nrætti, að tæplega sé rétt-
mætt að telja liin steingerðu tré, sem orðin eru um 30 milljóna ára
gömul, til sömu ættkvíslar og núlifandi ættingja, en þó liefur orðið
samkomulag um að gera.það.
í kínversku riti frá 1948 var stungið upp á því að breyta nafninu
M. glyptostroboides í M. disticha, því að enginn verulegur munur
væri á hinni fornn M. disticha og nýju tegundinni. Flestir grasafræð-
ingar telja Jró vafasamt, Jrvort unnt sé að slá nokkru föstu í þeim
efnum eins og sakir standa. Er því nafnið M. glyptostroboides nú
aJmennt notað.
Fræ af nýja trénu er komið í trjáræktarstöðvar víða um lreim,
meðal annars liafa danskar trjáræktarstöðvar fengið fræ beina leið
Irá Kína. í»á lrefur grasgarðurinn í Kaupmannalröfn einnig uppeldi
tegundarinnar með lröndnnr.
Litnatala M. glyptostroboides lrefur þegar verið atlruguð, og er
lrún 2n=22.
Heimildarrit: Orion, janúar 1949, Salmonsen-
Leksikon Tidskrift, 6. Hefte 1949.