Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 41
NÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
103
Mér lék forvitni á að vita nánari deili á þessnm manni, sem tekur
sér svona verk fyrir hendnr án þess að sjá til nokkurra launa eða
viðurkenningar. Bað ég hann því að senda mér mynd sýna og helztu
æviatriði. Varð hann við þeim tilmælum, en æviatriðin hefur vinur
lians, prófessor Leotti, tekið sarrian, því að hann ritar ensku prýði-
lega.
Próf. Baldacci er fæddur 3. okt. 1867 í Bologna og því kominn
yfir áttrætt. Hann er fyrst og fremst grasafræðingur að menntun, en
jafnframt einn hinna fáu fræðimanna, sem eru jafnvígir að kalla á
margar vísindagreinar og því rétt nefndir fræðimenn. — Á háskóla-
árum sínum tók hann sér ferð á hendur til Dálmatíu og Montenegro
til gróðurrannsókna ,en þá voru lönd þessi lítt rannsökuð í því efni
og erlitt að ferðast um þau vegna ofríkis og harðstjórnar Tyrkja.
Um mörg ár fékkst hann við gróðurrannsóknir við austanvert Mið-
jarðarhaf og mun vera allra manna lærðastur um gróðurríki þessa
svæðis. Á ferðum sínum safnaði hann um 100 þúsund plöntum og
aflaði sér farareyris með því að safna þar handa grasasöfnum helztu
háskóla álfunnar utan Ítalíu.
Er Baldacci kynntist hinum undirokuðu Balkanþjóðum, gerðist
hann ákafur talsmaður þess að losa þær undan yfirráðum Tyrkja.
Einkum tók hann ástfóstri Montenegro-búa (Svartfjallasynina) og
Albani. Vildi hann sameina þessi lönd og fleiri fylki á norðanverð-
um Balkanskaga í eitt bandaríki undir hinu forna nafni Illyria.
Eftir Baldacci liggja mikil vísindarit og fjöldi ritgerða í tímarit-
um, ítölskum og erlendum. Fjalla þau aðallega um grasafræði,
landafræði, þjóðhætti og stjórnarhætti á norðanverðum Balkanskaga.
— Þegar hann sá, hvert stefndi í málefnum Balkanþjóða, dró hann
sig í hlé, bæði hryggur og reiður, frá lrekari afskiptum af málum
þeirra. Hann liafði þegar f’yrir ófriðinn sagt af sér embætti til þess
að halda skoðanafrelsi sínu. Síðustu árin hefur hann m. a. gert sér til
dægrastyttingar að kynnast íslandi og öðrum Norðurlöndum, þótt
úr fjarlægð sé.
Hér er oft talað um landkynningu sem mikið nauðsynjamál okkur
Islendingum. Meðan Baldacci nýtur við, er vel fyrir því rnáli séð á
Ítalíu — okkur að kostnaðarlausu. Prófessor Baldacci er þar andlegur
ræðismaður okkar. Virðist mér velvild þessa aldurhnigna vísinda-
manns þess virði, að hennar sé að nokkru getið, og því bið ég Nátt-
úrufræðinginn lyrir línur þessar.