Náttúrufræðingurinn - 1950, Síða 45
RITSTJORARABB
Náttúrugripasaínið
Eins og ýmsum lesenda Náttúrufræðingsins mun kunnugt skuld-
batt Háskóli Islands sig til þess árið 1943 að reisa byggingu fyrir
náttúrugripasafn á háskólalóðinni gegn því að fá happdrættið fram-
lengt um 10 ára skeið. Ymsra ástæðna vegna hafa framkvæmdir um
þessa byggingu dregizt á langinn. Þó hefur verið unnið nokkuð að
undirbúningi hennar. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt var ráðinn
til að teikna bygginguna, og fór hann utan árið 1946, ásamt dr. Finni
Guðmundssyni, til að kynna sér tilhögun og útlit nýjustu og ful.l-
komnustu safnbygginga í Evrópu. Hann gerði síðan teikningar af
safnbyggingu, sem Háskólaráð befur sanrþykkt. Á samsýningu arki-
tekta og myndlistarmanna, sem haldin var í nýju Þjóðminjasafns-
byggingunni í sambandi við listamannaþingið, gat að líta teikningar
og líkan af hinu fyrirhugaða Náttúrugripasafni. Vakti útlit bygg-
ingunnar og fyrirkomulag allt atbygli og hrifningu hinna dómbær-
ustu manna. Jón Þorleifsson listmálari (Orri) skrifar í Morgunblað-
ið m. a.: ,,Það nýstárlegasta við þessa byggingu og sem ég tók fyrst
eftir er, live látlaus og einföld hún er að ytra útliti. Fegurð hennar
liggur í hnitmiðuðu formi og samræmisföstum hlutföllum. Forðast
er allt prjál, óþörf útskot eða boga, sent hafa annars verið nokkuð
áberandi í byggingum hér og til vafasamrar prýði.“ Vonandi gefst
tækifæri til að lýsa þessari byggingu nánar í einhverju af næstu heft-
um Náttúrufræðingsins. Víst er um það, að ekkert er þýðingarmeira
um bættan hag náttúrufræði og náttúrufræðirannsókna í landinu, en
að þessi bygging komist upp sem fyrst.
Bönnun minkaeldis
í síðasta helti Náttúrufræðingsins birtist erindi það um náttúru-
vernd, sem ég flutti síðastliðið haust á fundi þeim, er helgaðúr var
60 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Ég hef orðið var við það síðan,