Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 46
108 NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN mér til ánægju, að áhugi fyrir náttúruvemd virðist allmikill, einkum út um land. Ég tel því rétt að víkja hér örlítið að því, senr gerzt hefur um náttúruverndarmál síðan ég flutti þetta erindi. I nóvember síðastiiðnum skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd, er gera skal uppkast að náttúruverndarlöggjöf, og mun sú nefnd væntanlega ljúka starfi sínu áður en næsta þing kemur saman. Þess er og að geta, að á þinginu í vetur báru tveir alþingismenn, þeir Jörundur Brynjólfsson og Pétur Ottesen, frarn frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 56, 25. maí 1949, um eyðingu refa og minka. Samkvæmt þessum breytingartillögum skal minkaeldi bann- að með öllu í landinu frá 1. janúar 1951 og öllum aliminkum skal lógað fyrir þann tíma. Sérstakar ráðstafanir skulu og gerðar til út- rýmingar villiminkum. Þessar tillögur hlutu yfirleitt góðar undir- tektir þingmanna. Meiri hluti landbiinaðarnefndar lagði til að þær yrðu samþykktar, en einn nefndarmanna, Haraldur Guðmundsson, tjáði sig andvígan frumvarpinu. Einhverra hluta vegna tókst þó ekki að fá frumvarpið samþykkt sem lög á þessu þingi, en vonandi ber næsta þing gæfu til þess. Einn alþingismanna, Bjarni Ásgeirsson, bar fram þá breytingar- tillögu, að leylð yrði aliminkarækt í Grímsey og í Vestmannaeyjum. Ekki veit ég hvað hefur hlaupið í jafn skynsaman og gegnan mann að koma með svo fáránlega tillögu, því á fáum stöðum á landinu yrði minkurinn meiri óþarfagestur en einmitt í þessum eyjum. Vest- mannaeyin'.ar brugðust og fljótt við. Það var skotið á bæjarstjórnar- fundi í skyndi og breytingartillögunni einróma og harðlega mót- mælt, enda var hún felld í júnginu. Sýndu Vestmannaeyingar þarna virðingarverðan skilning á jsessu máli, og röggsemd þeirra var til fyr- irmyndar. Mætti jrað oftar ske, að fólk út um land fylgdist með því, sem l’rarn fer í þingsölunum oghelöi vit fyrir háttvirtum jiingmönn- um. Friðun rjúpunnar Annað náttúruverndarmál hefur og verið á dölinni í júngsölun- um í vetur. Það er friðun rjúpunnar. Þeir Bjarni Ásgeirsson og Jón Pálmason báru fram þá tillögu, að Alþingi skyldi fela ríkisstjórninni að alfriða rjúpu fyrir skotum um næstu 5 ár frá fyrsta sumardegi 1950. Síðustu ár hafa verið uppi háværar raddir um algerða friðun rjúpunnar og lrefur mikið verið skrifað um það mál í dagblöðin.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.