Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 48
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hana sem „blessuðu rjúpuna hvítu“, en muna aðeins, að hún er góð
í steik. Ég tel því frá náttúruverndarsjónarmiði vanhugsað, að alfriða
rjúpuna nú þegar. Fari hins vegar svo, að rjúpunni fjölgi ekki næstu
árin, sannar það, að veiðin ræður mestu um fækkun íslenzka rjúpna-
stofnsins, og bér þá þegar að grípa til róttækari friðunarráðstafana
eða alfriðunar.
Það hefur verið áberandi í umræðum um þetta mál á Alþingi,
hversu lítið tillit hefur verið tekið tii skoðana sérfræðinga á málinu.
Það virðist nokkuð almenn sú afstaða íslenzkra þingmanna til sér-
fræðinga, að taka aðeins tillit til skoðana þeirra þá sjaldan, er svo
hittist á, að þær falla saman við skoðanir þingmannanna sjálfra eða
flokksstjórna þeirra, en hundsa sérfræðinga alveg, el þeir eru á öðru
máli. Verður því sérþekking lítt vænleg til áhrifa á íslenzk mál, því
sönn sérþekking getur aldrei orðið pólitísk í íslenzkri notkun jress
hugtaks.
Gosbrunnur í Tjörninni
Ur því ég er að ræða náttúruvernd, get ég ekki stillt mig um að
drepa á eitt mál, sem mér virðist heyra hér undir. Það er sú, að mín-
um dómi fáránlega, hugmynd að byggja gosbrunn í Tjörninni í
Reykjavík. Mér er tjáð, að Reykvíkingafélagið standi að þessari fyrir-
ætlan og á ég þó bágt með að trúa því, að þetta gegna félag, sem
hefur ræktarsemi við gömul fegurðar- og söguleg verðmæti bæjarins
á stefnuskrá sinni, skuli láta sér detta annað eins í hug. Það er í
sjálfu sér mjög virðingarvert, að borgarar bæjarins vilja leggja fram
fé til að prýða bæ sinn. Hingað til hefur of lítið verið gert að Jrví.
En þessi hugmynd með gosbrunn í Tjörninni virðist runnin upp af
smáborgaralegri, smekklausri og ræktarlausri prjálkennd og ber vott
um furðu mikið skilningsleysi á hinum raunverulegu fegurðarverð-
mætum Jaessa bæjar. Tjörnin hefur frá upphafi verið eitt af helztu
augnayndum okkar höfuðstaðar og hún er það enn, og það einmitt
vegna þess, að hún ber enn svip náttúrlegrar tjarnar og er ekki neinn
gervipollur. Með hólmum sínum og fuglalífi er luin einn af Jreim
fáu stöðum í bænum, sem hægt er að tengja hugtakinu ,,idyll“ og
hennar höfuðprýði er að vera látlaus og náttúrleg, en J^að er lát-
laus fegurð, sem við eigum að keppa eftir, en ekki yfirborðskennt
turnspírutildur og prjál. Gosbrunnur getur út af fyrir sig verið fa 11 -
egur og til prýði, en slíkur brunnur á bara ekkert erindi út í Tjörn-