Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 9
Ingimar Óskarsson: íslenzkar starir Flutt á samkomu Hins íslenzka 7iáttúrufrœðifélags, mánudaginn 27. nóvember 1950 Inngangur Meðal æðri plantna er stór ætt, er nefnd er luílfgrasaœtt eða Cype- raceae, og er kennd við eina ættkvísl ættarinnar, Cyperus, sem á heima einkum í hitabeltinu. Tegundir af þeirri ættkvísl eru e.kki til hér á landi, nema sem ræktaðar stofujurtir. Til hálfgrasaættarinnar teljast meira en 3000 tegundir plantna, sem eiga heima um víða ver- öld. Hlutfallslega fáar þeirra eru nytjajurtir. Þó mætti nefna Afríku- tegundina Cyperus papyrus, en úr henni var framleiddur eins konar pappír á Egyptalandi í fornöld. Þá eru nokkrar tegundir af Carex, sem ræktaðar eru sem stofujurtir, svo sem C. Morrowi, ættuð frá Japan og C. Buchananii frá Nýja-Sjálandi. Stærsta ættkvísl ættarinnar er Carex eða stör, sem hefur að geyma hvorki meira né minna en 900 tegundir, sem dreifðar eru um allar jarðir, bæði í suðlægari og norðlægari löndum. Munu fáar ættkvíslir liáplantna vera jafn víðdreifar og starirnar. Orðið stör mun vera mjög gamalt íslenzkt orð, komið af norræna orðinu starr, er þýddi stinnur eða stífur. Aftur á móti er talið af fróðum mönnum, að vís- indaheitið Carex þýði að skera, komið af gríska orðinu keirein. Þessi tvö orð, stör og Carex, lýsa því furðuvel eðli og útliti starastönguls- ins, þar eð flestar starir hafa stinnan, þrístrendan stöngul með hvöss- um röðum. I. Ytra útlit staranna Allar starategundir eru jurtkenndar og flestar fjölærar, jarð- stönglarnir ýmist uppréttir eða skriðulir. Stöngullinn er oftast þrí- strendur eins og fyrr var getið og hefur það verið talið eitt skýrasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.