Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 28
22
N ÁT T Ú R U F R/E BINGURINN
jarðvegsmyndun mýranna, í gróðursögu landsins og í íslenzkum
landbúnaði. En hlutfallslega fáar tegundir hafa náð hér sterkum
yfirráðum með ótrúlega miklum einstaklingafjölda. Þar til má nefna
gulstör og mýraslör (starungur), enda skipta þær mestu máli fyrir
búskap okkar íslendinga. Nokkurra annarra tegunda gætir ofurlítið
í útheysskap, svo sem: hengistör (C. rariflöra), vetrarkvíðastör (C.
chordorrliiza), Ijósastör (C. rostrata) og stinnastör (C. Bigelowii).
Sú síðast talda lielur töluverða þýðingu sem beitijurt, þar eð hún
myndar allvíða samfelldan gróður á afréttarlöndum, oft mjög hátt
yfir sjó; enda ein hin þolnasta starategundin okkar. Aðrar tegundir,
sem mynda stærri eða smærri gróðurbletti og geta talizt að óverulegu
leyti til nytja eru: lirafnastör (C. saxatilis), rnarstör (C. salina), luír-
leggjastör (C. capillaris), belgjastör (C. panicea) og blátoppastör (C.
canescens). Það má því fullyrða, að um 75% af íslenzkum starateg-
undum liafi enga þýðingu fyrir íslenzkan landbúskap né aðra hag-
nýta þýðingu.
Lítið oið hefur farið af lækningamætti staranna. Þó segir sr. Björn
Halldórsson í Sauðlauksdal svo í Grasnytjum: „Sú hvíta, froðulega
saft stararinnar er góð að hella í voða stirigi, óg líka er marin eða
tuggin stör gott meðal til að leggja þar utan fyrir, sem flís eður ann-
að þess slags er í holdi manns, það er út þarf að ná, því hún mýkir
og gleiðir þar sem hún er viðlögð.“ Önnur hagnýting staranna var
sú, að einstöku menn notuðu þær í tróð á hús og þótti gefast vel,
svo og í undirdýnur (líklega hefur það verið tjarnastör eða grófgerð
mýra- og gulstör, sem notuð var). Erlendis er C. brizoicles notuð enn
í dag í dýnur og mottur.
XIV. Er enn'að vccnta nýrra starategunda hér á landit
Ef litið er á það, að síðan 1947 hala 4 tegundir bætzt við íslenzku
staraflóruna, sýnist ekki fjarri að ætla, að hér væri úr nógú að moða
af slíku tagi, og það því liemur sem rannsóknir þessara ára hafa ver-
ið bundnar við mjög takmörkuð svæði. En mín skoðun er, að varla
getum við átt eftir margar tegundir ófundnár enn. Af þeim tegund-
um, sem í Grænlandi vaxa og ekki hafa fundizt hér, eru 3, sem til
greina gætu kömið, það eru: C. misandra, C. rotundata (skyld tjarna-
stör og C. parallela (skyld tvíbýlisstör). Þær vaxa einnig í Noregi.
Þá er lnigsanlegt, að C. binervis og C. Hostiana, sem báðar eru til í
Færeyjum, eigi eftir að finnast á Austfjörðum. Annars vil ég sem