Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 53
SMÁGREINAR
47
Bæjarsker
Upp af Króknúm heitir Bæjarsker, suðaustan í Breiðamerkurfjalli. Er það buugu-
myndaður, brattur múli, og verður dálítill hjalli ofan á honum í fjallshlíðinni. Mun
hjallabrúnin vera allt að 200 m yfir sjávarmál. Þángað hefur jökull náð og skilið eftir
ruðning með gabbróbjörgum. Neðan af aurunum l)er Bæjarsker mjög lit af efra hluta
fjallsins. Er það ljósgrátt eða grágrænt að lit, enda mun það vera úr granófýr. I
Breiðamerkurmúla, norðan við Jiikullónið, kemur sama bergtegund í ljós. Virðist því
öll undirstaða Breiðamerkurfjalls vera úr granófýr, að minnsta kosti að suðaustan og
austan. Að norðan og vestan liggur jökull svo hátt upp í fjallið, að undirstaðan sést
eigi.
Undir Ba jarskeri ætla menn, að bærinn Fjall hafi staðið, en Breiðá nokkru austar.
Hcfur jökullinn skilið eftir dálitlar jarðvegsleifar í nokkrum smáhólum við fjallsræt-
urnar. Neðst í þeim er mór, en jökulbruðningur ofan á. í bökkura kvíslarinnar, scm
rcnnur fram með skerinu, er einnig mólag undir 3 m þykkum aur.
]■ Eyþ.
Jöklamýsnar
Sigurður Þórarinsson prófcssor hefur látið ákvarða mosategundina á sýnishorni, scm
ég sendi honum. Samkvæmt ákvörðun fil. dr. Herman l’ersson er Jrctta Rhacomitrium
fasciculare (Hedw.) Brid, sem er mjög algeng tegund (Sjá A. Hesselbo, The Bryophyta
of Iceland. — Rosenwinge-Warming, Thc Botany of Iceland, Vol. I, Pt. II. Copen-
hagcn and London, 1918.).
J. Eyþ.
Áskriftarverð Náttúrufræðingsins
Vegna mjög aukins kostnaðar við útgáfu og prentun Náttúrufræðingsins hcfur stjórn
Hins íslenzka náttúrufræðifélags ákvcðið, að áskriftarverð Náttúrufræðingsins hækki
um 5 kr„ úr kr. 25.00 í kr. 30.00 árgangurinn.
Leiðrétting
Lesendur eru beðnir að leiðrctta eftirfarandi í grein minni í síðasta hefti Náttúru-
fræðingsins „Sunnlenzka síldin í ljósi rannsóknanna".
Á síðu 145, I. linu a. o. standi „tveimur" í stað „þrern".
H. E.
CORRF.CTION
In the abstract of my essay „On thc Herring in southern Icelandic waters", Náttúru-
fræðingurinn 1950, p. 163 line 12 from below: for „three", rcad „two".
H. E.