Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um). En sumrin 1949 og 1950 sá ég einnig mikið a£ krossjurtinni í kjarrbrekkunum ofan við Bjarkalund í Berufirði. í dálitlum kletti rétt ofan við túnið í Haga í Mjóafirði eystra fann ég einkennilegan maríustakk 23. ágúst s.l. sumar. Hugðum við Ingimar Oskarsson þetta vera bergmaríustakk (Alchemilla Murbeckiana Bus.). Staðfesti dr. Eric Hulten grasafræðingur í Stokkhólmi síðar ákvörðunina. Er bergmariustakkurinn ný tegund fyrir ísland. Líkist silfurmaríu- stakk, en blöðin eru nýrlagaðri, bilið milli blaðsepanna við blað- stilkinn opnara og separnir mjórri og yddari. (Bilið milli neðstu sep- anna ekki V-laga innst.) Ingólfur Daviðsson. Breiöamerkurfjall Frrt því um 1700 hefur Breiðamerkurfjall verið lukt jökli. Þá rann Breiðamerkur- jökull saman við Fjallsdrjökul framan undir fjallinu. Jökulhaftið var 2—3 km á breidd, þegar það var mest. Kallast Krókur, þar sem jökuljaðrarnir mættust á aurunum. Þar eru nú allmiklar og dálítið grónar jökulöldur og krökkt af stórum gabbróbjörgum af margvíslegri gerð og með ólíkum litblæ. Einkennilegt er það, að livergi sjást nú stórir steinar á Breiðamerkurjökli. Veit enginn, hvaðan gabbróbjörgin erti komin á öldurnar. Árið 1904 var jökulhaftið framan undir Breiðamerkurfjalli 2200 m á breidd sam- kvæmt uppdrætti herforingjaráðsins. Árið 1932 var það 1100 m samkvæmt mælingu Helga Hermanns skólastjóra. Vorið 1944 var jökulhaftið 700 m, en mjög þunnt, og um haustið voru aðeins 400 m eftir af því. Kvískerjabræður mældu. Nú er þctta jökulhaft horfið og komin um 800 m breið, jökullaus geil milli jökl- anna. Fjallsá kemur undan Fjallsárjökli, skammt frá Breiðamerkurfjalli. Fellur í hana dálítil kvísl úr Breiðamerkurjökli. Kemúr hún frain úr kverkinni við Breiðamerkttr- fjall og rennur framan undir fjallinu og sfðan með jaðri Fjallsárjökuls, unz hún sam- einast Fjallsá. Eftir þessum farvegi hleypur stundum vatn úr jökulstífluðum dal í austanverðu Breiðamerkurfjalli. Fjallsárjökull er milli Breiðamerkurfjalls og Ærfjalls. Hefur hann oft verið nefndur Hrútárjökull eða Hrútárjökull eystri. Þetta mun vera rangnefni. Hrútárjökull kemur niður milli Múla í Kvískerjafjölhnn og Ærfjalls, en rennur saman við Fjallsárjökul framan undir Ærfjalli. Aðalupptök Hrútár eru nálægt suðvesturhorni Hrútárjökuls. }. Eyþ. Lónin Fjallsá kemur úr allstóru lóni við jaðar Fjallsárjökuls. í haust mældu Kvískerjabræð- ur dýpt lónsins, og reyndist hún furðumikil, 45 m. Annað lón er við Breiðamerkur- jökul, skammt austtir af Króknum, sem áður er nefndur. Úr því kemur Breiðá, og nefnist það Breiðárlón. Það reyndist 24 m djúpt. Gæti þetta bent til þess, að þarna sóu allmikil stöðuvötn, cr nái inn undir jöklana. J- Eyþ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.