Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN einkenni ættkvíslarinnar, en þó ern til tegundir, sem hafa sívalan stöngul eða svo sljóstrendan, að fletir hans eru ekki greinanlegir með berum augum. Flest blöðin eru stofnstæð, ýmist þráðmjó eða flöt og þá oft með upp- eða niðurorpnum jöðrum. Slíðrin eru lokuð (sam- gróin). En á grasaættinni eru þau aftur á rnóti opin. Blómin eru ein- kynja, í sívölum öxum, er ýmist eru legglaus eða leggjuð, drúpa þá stundum eða lianga. Stundum eru sum öxin einvörðungu með karl- blómum, er ætíð standa ofar en kvenblómin. En oft eru bæði kynin í sama axinu, og eru þá karlblómin ýmist neðst (grunnstæð) eða efst (toppstæð). Hvert kvenblóm er sveipað forblaði, er nefnist hulstur, og er fremsti hluti þess oft teygður fram í lengri eða skemmri trjónu. Við livert blóm er svo h'tið stoðblað, sem nefnt er axhlif. Fræflar eru 3 en frænin ýmist 2 eða 3. Aldinið er hneta. Hæð tegundanna er mjög mismunandi, koma þar til greina eins og endranær bæði eðli og vaxtarskilyrði. Flestar íslenzkar starir eru frá 10—50 sentimetra háar, þær minnstu 1 cm og þær stærstu 125 cm. II. Deildaskipting eftir útliti og stöðu axanna Starirnar ern stundnm flokkaðar í 3 eða 4 deildir eftir því. hvernig karl- og kvenblómum er komið fyrir á stcingulendanum. Tel ég 4- deildaskiptinguna að ýmsu leyti eðlilegri, en hún er sem hér segir: 1. Einextar starir (Monostachyae). — Axið aðeins eitt á stráendan- um, ósamsett. Karlblómin efst í axinu (á íslenzkum tegundum), eða það er sérbýli (dioicia) og því karl- og kvenbl. sitt á hvorum plötnueinstakl. Frænin 2 eða 3. 2. Samextar starir (Homosta- chyae). — Öxin fleiri en eitt. Ekkert sjálfstætt karlax, heldur eru karlblómin efst eða neðst í hverju kvenaxi. Frænin 2. 3. Hdlfsamextar starir (Pseu- do-Homostachyae). — Öxin fleiri en eitt. Karlblómin neðst í efsta kvenaxinn aðeins. Þó hef- ur ein norræn tegund stundum I. mynd. a) cinext stör, 1>) samcxt stör, Örlltið karlax (C. holostoma). c) hálfsamext stör, <1) misext stiir. Frænill 2 eða 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.