Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 35
Árni FriSriksson: Klak sjávarfiska Út af grein, sem góður og gamall vinur minn, Matthías Þórðar- son, skrifar í Morgunblaðið 7. des 1949 og nefnir: „Sáið, þá munuð þér uppskera“, þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram, að gefnu tilefni. Um klak sjávarfiska hefur áður verið nokkuð rætt og ritað hér á landi og vil ég láta mér nægja að vísa til greinagóðrar ritgjörðar um það efni eftir Bjarna Sæmundsson, en hún birtist í Andvara 1924. Hafði Bjarni aflað sér upplýsinga frá vísindamönnum í ýmsum löndum og komst að þeirri niðurstöðu að vafasamt væri hvort klak skilaði tilætluðum árangri. En síðan eru liðin 26 ár og mikillar nýrr- ar reynslu hefur verið aflað. Enn munu þó flestir vera þeirrar skoð- unar að klak sjávarfiska borgi sig tæplega, nema þegar sérstaklega stendur á, nefnilega þegar um er að ræða verðmætar tegundir og staðbundna stofna og þó því aðeins að hrygningin í sjónum sé hlut- fallslega lítil og klakið sé í mjög stórum stíl. Flestir fiskifræðingar eru nú sammála um það, að verðmæti klaks sé eigi fólgið í frjóvgun eggjanna, heldur í því að fiskunum er hjálp- að yfir hinn hættulega kafla úr lífi þeirra, þegar eggið er að klekjast og seiðin að vaxa fyrsta skeiðið að klakinu loknu.1 Flestir fiskifræð- ingar, sem nú starfa, ganga meira að segja svo langt að staðhæfa að fjöldi frjóvgaðra eggja sjávarfiska hafi eigi lúð minnsta gildi fyrir stærð árgangsins, sem klekst úr eggjunum. Um þetta segir hinn frægi enski fiskifræðingur, E. S. Russell, í bók sinni, Arðrán Fiskimiðanna (bls. 58), þar sem hann ræðir um orsakir sveiflna í ýsustofninum í Norðursjónum, þar sem sannað hefur verið að góður árgangur (19- 28) hefur reynzt 60 sinnum sterkari en lélegur (1922): „Ekki er mik- ið vitað um orsakir þessara sveiflna, en eitt virðist þó vera víst: það þarf ekki að vera samband á milli eggjafjöldans, sem kemur í sjóinn á hverjum gottíma, og fjölda seiðanna, sem komast af. Þvert á móti 1) Sjá t. (1. Pisciculture í Encyclopædia Britannica 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.