Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 13
ÍSLENZKAR STARIR
7
mikil atriði í plöntulandafræði. Kenning þessi er orðin meir en
hálfrar aldar gömul, því að hinn norski grasafræðingur Axel Blytt
setti hana fram um 1890, og sænski náttúrufræðingurinn Rutger
Sernander hélt því fram 1896, að nokkrar fjallajurtir hefðu lifað af
síðustu ísold á ströndum Noregs. Sá maður, er sérstaklega hefur
haldið merki Rutgers á lofti tvo síðustu áratugi, er norski grasa-
fræðingurinn próf. Rolf Nordhagen, og hefur hann lagt franr veiga-
miklar sannanir í þeim efnum.1 En um þær rannsóknir er ekki liægt
að ræða hér nánar rúmsins vegna.
Eins og áður er á minnzt, telja jarðfræðingar ekkert benda til þess,
að ísland hafi verið tengt öðrum löndum eftir síðustu ísölcl. Á hinn
bóginn er það alveg óráðin gáta, hvenær landið varð eyland. Eða
hvort tengslin við Færeyjar og Grænland hafi slitnað samtímis eða
ekki.
Þó er álit margra náttúrufræðinga, að landbrúin milli Grænlands
og Islands hafi sokkið í sjó fyrir að minnsta kosti 700—800 þús. árum.
Frá gróðurfræðilegu sjónarmiði séð tel ég sennilegt, að sambandið
við Færeyjar hafi rofnað löngu síðar.
Mín skoðun er sú, að minnst 60% þeirra starategunda, er nú vaxa
hér, hafi aldrei yfirgefið landið síðan á 1. lilýviðrisskeiði jökultím-
ans eða síðan tengslin milli íslands og Grænlands brustu. Ef svo er,
væri þá ekki líklegt, að við ættum eitthvað al' endemiskum, þ. e. ein-
lendum eða staðbundnum tegundum? Svo er ekki víst, „Rómaborg
var ekki byggð á einum degi“. Hver 100 þúsund ár er ekki langur
tími í sköpunarsögu tegundanna. En mjög er líklegt, að við eigum
eitthvað af endemiskum afbrigðum meðal vissra tegunda, en rann-
sóknir í þeim efnum eru enn svo skannnt á veg komnar, að ekki er
tímabært að ræða um þær hér. Og þar sem landið var orðið eyland
fyrir síðustu ísöld, er ekki óhugsandi, að eitthvað af veikbyggðum
afbrigðum hafi orðið aldauða á þessu síðasta kuldatímabili, Jrar sem
flótti suður á bóginn var útilokaður. Svo kann að virðast, sem lítið
hafi verið um friðland fyrir gróðurinn á meðan ísöld gekk yfir. En
ef við lítum á ísvanasvæðakenninguna, er fyrr var á minnst, sem
staðreynd, fæst viðunandi lausn á málinu. Hitt mun aftur á móti
verða lengi umdeilanlegt, hvaða háplöntutegundir hafi lifað af harð-
indin. Nú er meiri hluti starategundanna rakasæknar jurtir og Jrola
vosbúð flestum plöntum betur, liafa mjög þolna jarðsprota og þurfa
1) Nordhagen, R: Oni Norges fjellflora og dens oprinnelse, Natnren 1937, hls. 204
og 264.