Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN því ekki að þroska fræ til að geta lifað af erfiða tíma. Meiri hluti núlifandi tegunda getur t. d. dafnað í meir en 600 m hæð yfir sjó. ísaldarveðráttan hefur því ekki orðið störunum eins þung í skauti og mörgum öðrum plöntum. Hinar fáu og lágkúrulegu þurrlendis- starir, er við eigum, eins og C. nardina, C. rupestris og C. glacialis, hafa getað varizt jöklinum á tindum háfjallanna. V. Hve margar tegundir stara vaxa á íslandi í síðustu útgáfu af Flóru íslands 1948 eru taldar 41 tegund stara, en 2 þeirra, C. marina (strandstör) og C. pulchella (silfurstör), eru oft taldar sem afbrigði af nánustu tegundum og hygg ég það réttara. í því, sem hér fer á eftir, er þeirn því sleppt sem sjálfstæðunr tegund- um, enda er útbreiðsla þeirra hér á landi lítt rannsökuð. Að þeim slepptum verða tegundirnar þá 39, og síðan hafa 3 tegundir bætzt við: C. holostoma (heiðastör), C. pallescens (gljástör) og C. pulicaris (hagastör). Og auk þess er einn stararfundur enn; en óvíst er, hvort þar er um hreina tegund að ræða eða bastarð. Verða þá íslenzku starirnar 42 að tölu og skiptast þannig í deildir: Einextar 6 tegundir. Samextar 10 tegundir. Hálfsamextar 6 tegundir. Misextar 20 tegundir. Þess má þó geta, að misexta störin C. livida (fölvastör) hefur reynzt vafasöm hér á landi, en er samt reiknuð hér með. VI. Satnanburður tegundanna hér við nærliggjandi lönd Ef íslenzka staraflóran er borin saman við flóru nágrannaland- anna, kemur glöggt í Ijós, hvar skyldleikinn er mestur. í Noregi, sem fóstrar 95 tegundir, vaxa allar íslenzku tegundirnar að undanskilinni C. Lyngbyei eða gulstör, eða 41 tegund. Við Norður-Ameríku eigum við 40 tegundir sameiginlegar og 31 við Grænland sérstaklega. Hvorki C. pilulifera (dúnhulstrastör) né C. pulicaris (hagastör) eru í N.-Ameríku. Og rétt væri að telja með þá þriðju: C. flacca (grástör), en hún er talin vera komin inn í álfuna frá Evrópu á síðari öldum. Um 30 starategundirnar okkar vaxa á Bretlandseyjum, en aðeins 17 í Danmörku og 14 í Færeyjum (sjá 2. mynd). í Færeyjum er staragróð- urinn fátæklegastur, þar eru meira en tvöfalt færri tegundir en hér á landi. Með tilliti til þessa samanburðar er ekki fjarri að álykta, að ísland liafi á sínum tíma einangrazt með nokkurn hluta aðeins af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.