Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 36
30 NÁTTÚRUFRÆ BINGURINN hafa góðir árgangar oft skapazt af lítilli hrygningu. Örlög árgang- anna eru því ekki komin undir fjölda eggjanna, sem er gífurlega mikill, heldur því, hvernig hinum tiltölulega fáu seiðum vegnar, sem klekjast úr eggi, enda er hættulegasta tímabilið fyrstu dagana eða fyrstu vikurnar eftir að eggjunum er hrygnt.“ Á tveimur síðustu fundum Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur ver- ið rætt um gildi eggjafjöldans í sjónum fyrir framtíð árgangsins. Enn sem komið er hefur ekki tekizt að benda á neitt ótvírætt samband jrar á milli, og á því strandar t. d. að friðun tveggja tiltekinna haf- svæða við Færeyjar fáist samþykkt. En á þetta mál má einnig líta frá annarri hlið. Þegar fiskistofn stendur í stað kemur fiskur fyrir fisk. í stað hængs og hrygnu, sem gjóta í vetur, kemur þá einn hængur og ein hrygna, sem gjóta í þeirra stað eftir t. d. átta ár (þegar um þorsk er að ræða). Ef hver Jirygna gýtur að meðaltali 4 milljónum hrogna á ári verður niður- staðan tveir kynþroska þorskar eftir átta ár, með því að það er um það bil jafnmargt af hængum og hrygnum. Nú eru eigi öll hrognin samtímis búin til frjóvgunar, enda stendur hrygning Itvers fisks yfir í nokkra daga. Við frjóvgun þorskshrogna á skipsfjöl er því varla Iiægt að gera ráð fyrir að fáist nema í mesta lagi 2 millj. frjóvgaðra lirogna úr hverri hrygnu, ef litið er á allar aðstæður, en sá fjöldi ætti að skila einum fullorðnum fiski að 8 árum liðnum. Nú veiðum við ekki nema hluta af stofninum, sennilega eittlivað kringum 10% (um 5% á árunum 1931 — 1938) og af því veiðum við íslendingar aftur tæplega meira en helming, en hitt veiða útlendingar. Til þess að við íslendingar getum veitt einn þorsk (þ. e. ca. 6 kg.) eltir 8 ár, sem á rætur að rekja til frjóvgunar eggs á skipi, þurfum við því að strjúka um 20 hrygnur og frjóvga eggjamergð, sem samanþjöjrpuð í íláti nemur um 60.1ítrum. Spurningin er svo, hvort kostnaðurinn við það að viðlögðum vöxtum og vaxtavöxtum í 8 ár sé ekki rneiri en nemur 6 kg. af þorski. Þegar á allt er litið verður því miður að segja Jrað, að þvínær eng- ar líkur eru til þess að frjóvgun fiskeggja á skipum megi bera sig. Aðrar þjóðir hafa reynt Jretta áður en eru horfnar frá því aftur fyrir löngu. Og síðan fiskifræðingar fóru að skilja lögmál ofveiðanna eru menn á eitt sáttir um það, að langstórvirkasta ráðið sé að hlífa ung- viðinu. Á þeim niðurstöðum byggjast ákvæði um lágmarksstærð á möskvum neta, lágmarksstærð á fiski, sem veiða má, sem og friðun uppvaxtarsvæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.