Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 14
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
því ekki að þroska fræ til að geta lifað af erfiða tíma. Meiri hluti
núlifandi tegunda getur t. d. dafnað í meir en 600 m hæð yfir sjó.
ísaldarveðráttan hefur því ekki orðið störunum eins þung í skauti
og mörgum öðrum plöntum. Hinar fáu og lágkúrulegu þurrlendis-
starir, er við eigum, eins og C. nardina, C. rupestris og C. glacialis,
hafa getað varizt jöklinum á tindum háfjallanna.
V. Hve margar tegundir stara vaxa á íslandi
í síðustu útgáfu af Flóru íslands 1948 eru taldar 41 tegund stara,
en 2 þeirra, C. marina (strandstör) og C. pulchella (silfurstör), eru oft
taldar sem afbrigði af nánustu tegundum og hygg ég það réttara. í
því, sem hér fer á eftir, er þeirn því sleppt sem sjálfstæðunr tegund-
um, enda er útbreiðsla þeirra hér á landi lítt rannsökuð. Að þeim
slepptum verða tegundirnar þá 39, og síðan hafa 3 tegundir bætzt
við: C. holostoma (heiðastör), C. pallescens (gljástör) og C. pulicaris
(hagastör). Og auk þess er einn stararfundur enn; en óvíst er, hvort
þar er um hreina tegund að ræða eða bastarð.
Verða þá íslenzku starirnar 42 að tölu og skiptast þannig í deildir:
Einextar 6 tegundir. Samextar 10 tegundir.
Hálfsamextar 6 tegundir. Misextar 20 tegundir.
Þess má þó geta, að misexta störin C. livida (fölvastör) hefur reynzt
vafasöm hér á landi, en er samt reiknuð hér með.
VI. Satnanburður tegundanna hér við nærliggjandi lönd
Ef íslenzka staraflóran er borin saman við flóru nágrannaland-
anna, kemur glöggt í Ijós, hvar skyldleikinn er mestur. í Noregi, sem
fóstrar 95 tegundir, vaxa allar íslenzku tegundirnar að undanskilinni
C. Lyngbyei eða gulstör, eða 41 tegund. Við Norður-Ameríku eigum
við 40 tegundir sameiginlegar og 31 við Grænland sérstaklega.
Hvorki C. pilulifera (dúnhulstrastör) né C. pulicaris (hagastör) eru
í N.-Ameríku. Og rétt væri að telja með þá þriðju: C. flacca (grástör),
en hún er talin vera komin inn í álfuna frá Evrópu á síðari öldum.
Um 30 starategundirnar okkar vaxa á Bretlandseyjum, en aðeins 17 í
Danmörku og 14 í Færeyjum (sjá 2. mynd). í Færeyjum er staragróð-
urinn fátæklegastur, þar eru meira en tvöfalt færri tegundir en hér
á landi. Með tilliti til þessa samanburðar er ekki fjarri að álykta, að
ísland liafi á sínum tíma einangrazt með nokkurn hluta aðeins af