Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN einkenni ættkvíslarinnar, en þó ern til tegundir, sem hafa sívalan stöngul eða svo sljóstrendan, að fletir hans eru ekki greinanlegir með berum augum. Flest blöðin eru stofnstæð, ýmist þráðmjó eða flöt og þá oft með upp- eða niðurorpnum jöðrum. Slíðrin eru lokuð (sam- gróin). En á grasaættinni eru þau aftur á rnóti opin. Blómin eru ein- kynja, í sívölum öxum, er ýmist eru legglaus eða leggjuð, drúpa þá stundum eða lianga. Stundum eru sum öxin einvörðungu með karl- blómum, er ætíð standa ofar en kvenblómin. En oft eru bæði kynin í sama axinu, og eru þá karlblómin ýmist neðst (grunnstæð) eða efst (toppstæð). Hvert kvenblóm er sveipað forblaði, er nefnist hulstur, og er fremsti hluti þess oft teygður fram í lengri eða skemmri trjónu. Við livert blóm er svo h'tið stoðblað, sem nefnt er axhlif. Fræflar eru 3 en frænin ýmist 2 eða 3. Aldinið er hneta. Hæð tegundanna er mjög mismunandi, koma þar til greina eins og endranær bæði eðli og vaxtarskilyrði. Flestar íslenzkar starir eru frá 10—50 sentimetra háar, þær minnstu 1 cm og þær stærstu 125 cm. II. Deildaskipting eftir útliti og stöðu axanna Starirnar ern stundnm flokkaðar í 3 eða 4 deildir eftir því. hvernig karl- og kvenblómum er komið fyrir á stcingulendanum. Tel ég 4- deildaskiptinguna að ýmsu leyti eðlilegri, en hún er sem hér segir: 1. Einextar starir (Monostachyae). — Axið aðeins eitt á stráendan- um, ósamsett. Karlblómin efst í axinu (á íslenzkum tegundum), eða það er sérbýli (dioicia) og því karl- og kvenbl. sitt á hvorum plötnueinstakl. Frænin 2 eða 3. 2. Samextar starir (Homosta- chyae). — Öxin fleiri en eitt. Ekkert sjálfstætt karlax, heldur eru karlblómin efst eða neðst í hverju kvenaxi. Frænin 2. 3. Hdlfsamextar starir (Pseu- do-Homostachyae). — Öxin fleiri en eitt. Karlblómin neðst í efsta kvenaxinn aðeins. Þó hef- ur ein norræn tegund stundum I. mynd. a) cinext stör, 1>) samcxt stör, Örlltið karlax (C. holostoma). c) hálfsamext stör, <1) misext stiir. Frænill 2 eða 3.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.