Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 52
46
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
um). En sumrin 1949 og 1950 sá ég einnig mikið a£ krossjurtinni í
kjarrbrekkunum ofan við Bjarkalund í Berufirði. í dálitlum kletti
rétt ofan við túnið í Haga í Mjóafirði eystra fann ég einkennilegan
maríustakk 23. ágúst s.l. sumar. Hugðum við Ingimar Oskarsson
þetta vera bergmaríustakk (Alchemilla Murbeckiana Bus.). Staðfesti
dr. Eric Hulten grasafræðingur í Stokkhólmi síðar ákvörðunina. Er
bergmariustakkurinn ný tegund fyrir ísland. Líkist silfurmaríu-
stakk, en blöðin eru nýrlagaðri, bilið milli blaðsepanna við blað-
stilkinn opnara og separnir mjórri og yddari. (Bilið milli neðstu sep-
anna ekki V-laga innst.)
Ingólfur Daviðsson.
Breiöamerkurfjall
Frrt því um 1700 hefur Breiðamerkurfjall verið lukt jökli. Þá rann Breiðamerkur-
jökull saman við Fjallsdrjökul framan undir fjallinu. Jökulhaftið var 2—3 km á breidd,
þegar það var mest. Kallast Krókur, þar sem jökuljaðrarnir mættust á aurunum. Þar
eru nú allmiklar og dálítið grónar jökulöldur og krökkt af stórum gabbróbjörgum af
margvíslegri gerð og með ólíkum litblæ. Einkennilegt er það, að livergi sjást nú stórir
steinar á Breiðamerkurjökli. Veit enginn, hvaðan gabbróbjörgin erti komin á öldurnar.
Árið 1904 var jökulhaftið framan undir Breiðamerkurfjalli 2200 m á breidd sam-
kvæmt uppdrætti herforingjaráðsins. Árið 1932 var það 1100 m samkvæmt mælingu
Helga Hermanns skólastjóra. Vorið 1944 var jökulhaftið 700 m, en mjög þunnt, og um
haustið voru aðeins 400 m eftir af því. Kvískerjabræður mældu.
Nú er þctta jökulhaft horfið og komin um 800 m breið, jökullaus geil milli jökl-
anna. Fjallsá kemur undan Fjallsárjökli, skammt frá Breiðamerkurfjalli. Fellur í hana
dálítil kvísl úr Breiðamerkurjökli. Kemúr hún frain úr kverkinni við Breiðamerkttr-
fjall og rennur framan undir fjallinu og sfðan með jaðri Fjallsárjökuls, unz hún sam-
einast Fjallsá. Eftir þessum farvegi hleypur stundum vatn úr jökulstífluðum dal í
austanverðu Breiðamerkurfjalli.
Fjallsárjökull er milli Breiðamerkurfjalls og Ærfjalls. Hefur hann oft verið nefndur
Hrútárjökull eða Hrútárjökull eystri. Þetta mun vera rangnefni. Hrútárjökull kemur
niður milli Múla í Kvískerjafjölhnn og Ærfjalls, en rennur saman við Fjallsárjökul
framan undir Ærfjalli. Aðalupptök Hrútár eru nálægt suðvesturhorni Hrútárjökuls.
}. Eyþ.
Lónin
Fjallsá kemur úr allstóru lóni við jaðar Fjallsárjökuls. í haust mældu Kvískerjabræð-
ur dýpt lónsins, og reyndist hún furðumikil, 45 m. Annað lón er við Breiðamerkur-
jökul, skammt austtir af Króknum, sem áður er nefndur. Úr því kemur Breiðá, og
nefnist það Breiðárlón. Það reyndist 24 m djúpt. Gæti þetta bent til þess, að þarna
sóu allmikil stöðuvötn, cr nái inn undir jöklana.
J- Eyþ.