Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 11
ÞÆTTIR ÚR SÖGU NÁTTÚRUGRII’ASAFNSINS 57 í „Glasgow", var sú lýsing nokkuð kátleg, en átti vel við húsakynnin. Landlæknir var í félagsstjórninni og Bjarni Sæmundsson náttúrlega; komu þeir á fundinn, sem annars var óvenjulega fjölmennur, því að jafnaði komu engir á fundina nema formaður og einn eða tveir til. Þá í heyranda hljóði og frammi fyrir öllum skorar landlæknirinn á mig að gefa ekki framvegis út aðra eins skýrslu og þessa, og var „fiskifræðingurinn“ ekki lengi að gella við og óska þess sama. Var þetta gert til að smána mig, Jdví þeim var innan handar að nefna þetta við mig einslega. Þetta varð til þess, að ég vildi ekki lengur vera formaður félagsins eða fást við náttúrusafnið, og hætti ég því við það.“ Þessi ummæli bera með sér, að Bjarni Sæmundsson liefur tekið undir aðfinnslur Jónassen landlæknis, en það er þó langt frá því, að allir félagsmenn liafi haft sömu skoðun á þessari frægu grein Grön- dals. í bréfasafni félagsins er bréf frá séra Árna á Skútustöðum til Gröndals, dags. 15. sept. 1899. í bréfi þessu segir séra Árni: „Mikil- lega þakka ég fyrir skýrslurnar, og fjarskalega var ég hrifinn af að lesa um vistarverur safnsins í Glasgow. Ég las þennan kafla upp fyrir fólki hér í brúðkaupsveizlu og þótti góð skemmtun.“ — Ég býst við, að þetta sé eina dæmi þess, að safnskýrsla hafi verið lesin upp sem skemmtiatriði undir slíkum kringumstæðum. Þessar aðfinnslur munu þó hafa valdið mestu um það, að á aðal- fundi hinn 20. júní 1900 sagði Gröndal af sér formennsku í félaginu og umsjón með safninu. Og hann lét ekki þar við sitja, því að 2. jóladag 1900 sagði hann sig líka úr félaginu ásamt öllu sínu venzla- fólki. Stjórn náttúrufræðifélagsins svaraði úrsögn Gröndals úr félaginu með því að gera hann að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins hinn 25. maí 1901, og á áttræðisafmæli hans haustið 1906 færði stjórnin hon- um skrautritað ávarp. Það er margt hægt að Gröndal að finna og sömuleiðis að störfum hans í þágu náttúrufræðifélagsins og safnsins. Hann var, eins og flestum mun kunnugt, mjög einkennilegur persónuleiki; hann hafði fjörugt og rífandi hugmyndaflug, eins og hann kemst sjálfur að orði í „Dægradvöl“, og var margfróður og hafði hin margvíslegustu áhugamál. En hann átti erfitt með að einbeita sér að ákveðnum við- fangsefnum, enda var hann mikill geðbrigðamaður. í eðli sínu mun hann þó hafa verið dulur og átt til að vera þunglyndur og svartsýnn. Auk þess mun hann hafa verið stirfinn til samvinnu og viðkvæmur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.